4. Desember 2023

Jólapeysur á alla fjölskylduna

Jólapeysur eru alltaf að verða stærri og stærri hluti af undirbúningi jóla. Það hefur myndast fyrir því hefð á mörgum vinnustöðum, skólum og jafnvel í fjölskylduboðum að klæðast jólapeysum í desember sem gefur biðinni eftir jólunum svo sannarlega lit. Í Hagkaup er fjölbreytt úrval af allskyns skemmtilegum jólafatnaði.

Hvort sem þig langar að vera í jólapeysu, jólabol eða jafnvel jólakjól þá finnur þú úrvalið í verslunum Hagkaups. Hjá okkur eru til jólaflíkur á alla fjölskylduna. Peysurnar koma í ýmsum stærðum og gerðum og ættu flestir að geta fundið peysu við sitt hæfi. Að auki er gott úrval af jólasokkum, náttfötum og jólasveinahúfum. Lífgum upp á skammdegið í desember með litríkum og skemmtilegum jólafötum.