19. Apríl 2023

Kremkenndar förðunarvörur

Síðustu ár hafa förðunarvörur í kremformi og jafnvel fljótandi formi fengið meira pláss, bæði í verslunum og á samfélagsmiðlum. Krem skygging, bronzer, kinnalitir og jafnvel augnskuggar hafa verið framleiddir í auknum mæli undanfarið og ég persónulega elska að nota þessar vörur. Það er hægt að nota þær einar og sér, með farða og jafnvel bæði með farða- og púðurvörum. Mig langar í dag að segja ykkur frá nokkrum skemmtilegum krem vörum.

Lancome Teint Idol Ultra Wear Stick Foundation – litur 05 og 06
Þessi farðastifti eru tilvalin sem krem bronzer eða krem skygging. Til þess að móta andlitið og gefa því fallega hlýju og sólkysst útlit. Farðastiftin eru einstaklega mjúk og gott að blanda þau út, en mitt leyni trix til ykkar er að setja smá af stiftinu í lófann og nota svo förðunarsvamp eða bursta til þess að bera vöruna á. Með því að setja hana fyrst í lófann náum við að hita vöruna aðeins upp sem auðveldar blöndun enn frekar og gefur vörunni ótrúlega fallega áferð.

NYX Professional Makeup Wonder Stick Blush
Tvöfaldur krem kinnalitur sem kemur með einum dökkum og öðrum ljósari krem kinnalit. Stiftin koma í 5 mismunandi litum svo að ættu aldeilis flest að geta fundið sér lit við hæfi. Stiftin eru mjúk og góð í notkun og skilja eftir fallegan náttúrulegan lit og ljóma í kinnunum. Ég gef sama ráð með þessi stifti og stiftin hér að ofan, hita vöruna örlítið í lófanum áður en hún er borin á andlitið.

Sensai Supreme Illuminator
Kremkennd ljómavara sem setur algjörlega punktinn yfir i-ið! Fallegur kampavínslitaður ljómi sem hægt er að nota bæði á kinnbein og hæstu punkta andlitsins fyrir aukinn ljóma og líka sem kremkenndan augnskugga. Fullkomin fyrir sumarförðunina til þess að fá þennan fallega ljóma að innan.

Smashbox Always on Shimmer Cream Shadow
Krem augnskuggi, með öllu glimmerinu og glansinum! Þessi krem augnskuggi er allt í senn augnskuggi og augnskugga grunnur sem gerir það að verkum að hann endist virkilega vel. Mjúk og dásamleg formúla sem sest ekki í fínar línur og er hægt að bera á bæði með fingrunum eða augnskuggabursta. Þessi snilldar vara kemur í 5 mismunandi litum sem eru hver öðrum fallegri. Algjör snilld fyrir smá auka glamúr á augnlokin! Þessir fallegu augnskuggar koma líka í mattri formúlu Always on Cream Shadow, en þá má skoða hér.

Ég mæli eindregið með því að nota vorið til þess að æfa sig með kremvörurnar því þær eru algjör snilld fyrir létta og fallega sumarförðun og við vonum jú að sumarið sé á næsta leiti!

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup