Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir laugardaginn 15. júní
22. júní er að fyllast og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

1. Júní 2023

Kringlukast

Dagana 1.-5. júní er Kringlukast í verslun okkar í Kringlunni. Á Kringlukasti verður 20% afsláttur af búsáhöldum, leikföngum, fatnaði, skóm, raftækjum, ritföngum og garni.

Það er af nægu að taka þegar kemur að þessum frábæru vöruflokkum en hjá okkur er til dæmis frábært útval af öllu sem þarf fyrir sumarið. Grill, útilegudótið og svo sumarleikföng eins og  hjól, hlaupahjól boltar og vatnsbyssur. En fyrir rigningardagana eða kósý stundina í bústaðnum eigum við líka allskonar skemmtileg spil sem henta allri fjölskyldunni en sem dæmi má nefna Keyrum yfir Ísland, Bezzerwizzer og Throw Throw Burrito. 

Svo eru það regnfötin fyrir alla fjölskylduna og að sjálfsögðu stígvélin sem geta haldið tásunum þurrum ef rigningin ætlar að halda áfram að gleðja landsmenn með nærveru sinni þetta sumarið. Við erum með frábært útval af regnfötum, stígvélum, húfum og vettlingum fyrir alla aldurshópa.

Í búsáhöldunum getum við loksins sagt frá því að skipulagsboxin sniðugu frá iDesing sem notuð voru í Netflix þáttunum the Home Edit eru mætt í Kringluna og eru hluti af því frábæra úrvali sem er á 20% afslætti á Kringlukasti.

Hlökkum til að sjá ykkur á Kringlukasti.

Athugið að afslátturinn gildir bara í verslun okkar í Kringlunni 1.-5. júní.