Lambakórónur með myntu jógúrtsósu og sumar kartöflusalati
Að þessu sinni grilla Matarmenn íslenskar lambakórónur í grískum búning, en með lambinu er ljúffeng myntusósa og kartöflusalat í sumarbúning. Matarmenn mæla með að skella í þessa veislu á góðum sumardegi og að þetta sé stöngin inn!
Sumar kartöflusalat
1kg kartöflur
1 rautt epli
1 pikklaður rauðlaukur
2/3 bolli majónes
2-3 msk. dijon sinnep
1-2 msk. whole grain sinnep
Ferskt dill eftir smekk
Sjóðið kartöflurnar í 15-20 mínútur.
Blandið majónesi, dijon sinnepi og whole grain sinnepi saman í stóra skál og hrærið saman. Skerið eplið og blandið saman við ásamt pikklaða rauðlauknum. Skrælið og skerið (má hafa hýði auðvitað) kartöflurnar í ca. 4 bita og blandið saman við restina. Skerið dill-ið gróft og blandið saman við.
Myntu jógúrtsósa
1/2 bolli grískt jógúrt
1/2 lítil jógúrt dolla, hrein
1/3 bolli smátt skorin mynta
2 rifnir hvítlauksgeirar
Safi úr einum sítrónubát
1/2 tsk. cumin
1/4 tsk. cayenne pipar
Salt og pipar eftir smekk
Skerið myntuna smátt og blandið öllu saman í skál
Lambakórónu marenering
Fersk mynta
Ferskt timían
Ferskt rósmarín
Sítrónusafi
Ólífuolía
Salt og pipar
Hér eru engin sérstök hlutföll að ráði, bara skera nóg af jurtum og bleyta þær upp með góðri ólífu olíu og smá sítrónusafa. Penslið mareneringunni á lambið og leyfið að standa minnst í klukkutíma - sólarhring fyrir eldun í kæli.