28. Febrúar 2025

Lancôme í 90 ár!

Lancôme hefur verið snyrtivörumerki hamingjunnar í 90 ár, eða síðan árið 1935, og er eitt söluhæsta lúxus snyrtivörumerkið í heiminum í dag ef fríhafnarverslanir eru ekki taldar með.

Lancôme hefur fengið margar stærstu stjörnur heims með sér í lið til að gera merkið að því sem það er í dag eins og Julia Robert, Isabella Rossellini, Emma Chamberlain og nýjasta viðbótin er engin önnur en Olivia Rodrigo. Lancôme beitir sér fyrir réttindum kvenna um allan heim á margvíslegan hátt og hefur alltaf haft það að leiðarljósi að auka sjálfstraust og vellíðan meðal kvenna.

En hvernig varð Lancôme til? Armand Petitjean var maður með stóra sýn, hann dýrkaði og dáði konur og vildi bjóða þeim upp á snyrtivörur sem talaði til hverrar og einnar, en ekki bara eina vöru sem hentaði öllum. Hann var orðinn fimmtugur þegar hann stofnaði merkið og hafði þá ferðast heimsálfa á milli og aflað sér mikillar reynslu.

Árið 1935 stofnaði hann Lancôme sem ilmhús en fyrstu vörur á markað voru fimm dömuilmir sem áttu að höfða til kvenna frá fimm heimsálfum. Þar ætlaði hann aldeilis ekki að stoppa því hann vildi ekki einungis geta boðið konum upp á hágæða ilmi, heldur förðunar- og húðvörur líka. Sama ár kom því út fyrsta förðunarvaran frá merkinu og ári síðar fyrsta húðvörulínan, Nutrix, sem enn finnst í vöruvali merkisins… þó með endurbættum formúlum.

Ekki er hægt að tala um Lancôme nema tala um rósina, en hún hefur átt stóran hluta í uppbyggingu merkisins í gegnum árin og er í dag þekkt tákn þess. Rósin var grunnurinn í tveimur af fimm fyrstu ilmunum sem komu á markað og er enn lykilinnihaldsefni í ilmum, húð- og förðunarvörum. Árið 2020 eignaðist Lancôme svo plantekru í Grasse í Suður Frakklandi þar  sem nú eru ræktuð mörg af mikilvægustu innihaldsefnum sem notaðar eru í vörurnar, þar á meðal margar tegundir rósa.