17. Október 2022

Nýjasta viðbótin frá Sensai

Fyrir 25 árum kynnti SENSAI fyrst til sögunnar maskara sem skolast af með 38°C heitu vatni og setti þar með ný viðmið hvað varðar virkni og áferð maskara.Nýjasta viðbótin við 38°C-línuna þeirra er maskarinn Lash Lengthener, við skulum kynnast honum örlítið betur.

 Lash Lengthener lengir augnhárin svo eftir er tekið. Augnhárin verða lengri, fallega sveigð og hjúpuð gljáandi tinnusvörtum lit svo áferðin verður falleg frá öllum sjónarhornum. Maskarinn er mjúkur, tinnusvartur, lengir og mótar á óaðfinnanlegan hátt. Sérhannaðar teygjanlegar og mótandi fjölliður í formúlunni virka eins og vökvi til að lengja augnhárin og hjúpa þau gljáandi, tinnusvartri áferð. Sérhannaður burstinn grípur jafnvel stystu augnhárin og hjúpar hvert og eitt mjúku og jöfnu lagi, aðskilur þau og skilar einstakri áferð og sveigju sem helst vel. Rennur ekki til, og þolir tár, svita og vatn upp að 38°. Maskarinn skolast auðveldlega af með 38°C heitu vatni og er nikkelfrír!

Hægt er að skoða allt úrval förðunarvara frá SENSAI hér