Velkomin á nýja heimasíðu Hagkaups!

Ertu með ábendingu um eitthvað sem betur mætti fara? Endilega sendu okkur línu á netfangið hagkaup@hagkaup.is.

10. Janúar 2022

Lífið er betra í lit

Í skammdeginu er nauðsynlegt að glæða lífið smá lit.

Flestir landsmenn tengja við þá tilfinningu í janúar að finnast það hreinlega aldrei koma dagur. Það er myrkur þegar við förum á fætur og myrkur þegar við förum heim úr vinnu. Rannsóknir sýna að litir geta vakið ánægju og gleðitilfinningar.

Við tókum því saman nokkrar skemmtilegar litríkar vörur sem svo sannarlega ættu að setja bros á vör og sólarglampa í auga.  Allar vörurnar fást í netverslun Hagkaups og hægt að fá senda heim samdægurs á Suðurlandi.

1.  Smashbox - Cali kissed highlight and blush

Þessi dásamlega litríka förðunarpalleta frá Smasbox inniheldur liti sem að bæði má nota á kinnar og augu. Þetta eru sannkölluð kostakaup sem glæða fölar kinnar, og augu lífi. Skoða vöruna hér.

2. Mac - Mini mac

Þessi fallegi mjúki varalitur frá Mac kemur í fjórum litum. Varaliturinn er örlítið minni en hefðbundin varalitur og því ódýrari. Tilvalin varalitur í veskið eða vasann. Psst... Tropic Tonic liturinn er ómótstæðilegur svo farið varlega í notkun á honum. Skoða vöruna hér.

3.  L'oréal - Matte signature

Þetta er geggjaður blautur augnblýantur í fallega bláum lit. Áferðin á litnum er einstaklega falleg og mjúk. Blýanturinn er vatnsheldur og þolir því vel sundbusl og aðra vatnsleikfimi. Skoða vöruna hér.

4. NYX- Metallic Glitter Paillettes

Það er allt betra með smá glimmeri. Þessa dásemd má nota á alla förðun. Skoða vöruna hér.