12. Febrúar 2024
Litlar og gómsætar bollur
Bolludagurinn er í dag og eru þessar litlu desert bollur frá Sylvíu Haukdal fullkomnar með kaffinu ef þið eigið eftir að græja bollukaffi dagsins.
Bollu uppskrift:
3 stk egg
300 ml vatn
160 g Kornax hveiti
150 g smjör
1) Hitið ofninn í 175°(viftu).
2 )Setjið vatn og smjör í pott. Þegar suðan er komin upp er potturinn tekinn af hitanum og hveitinu hrært saman við þar til deigið hættir að festast við hliðarnar.
3) Deigið sett í hrærivélaskál og hrært þar til deigið kólnar.
4) Næst er eggjunum bætt saman við einu í einu þar til þau hafa blandast vel saman við deigið
5) Að lokum sprautum við bollur (líka hægt að nota skeið) á bökunarpappír eða sílikonmottu og bökum við 175°C heitum ofni í að minnsta kosti 20 mínútur.
Athugið – Ekki má opna ofninn á meðan bollurnar eru að bakast.
Fylling:
Nutella
Joe&Seph's Saltkaramella
Sulta
Rjómi (ég notaði 50/50 millac og venjulegan)
Fersk ber
Súkkulaðihjúpur
Saxaðar möndlur