8. Maí 2023

Mæðradagsgjafir

Sunnudaginn 14.maí er mæðradagurinn og þar með fullkomið tilefni til þess að dekra við mæðurnar í lífi okkar allra. Það er sko aldeilis af nægu að taka í snyrtivörudeildunum okkar sem má nýta í gjafir eða hreinlega bara dekurstund á sunnudaginn. Ég ætla að fara yfir nokkrar spennandi gjafahugmyndir fyrir þetta fallega tilefni sem mæðradagurinn nú er.

Frank Body Rosehip Body Scrub + Cleanser
Æðislegur mjúkur og rakagefandi sykurskrúbbur fyrir húðina. Skrúbburinn hjálpar okkur að losna við dauðar húðfrumur, slétta úr ójöfnum í húðinni og jafna húðlit. Skrúbburinn inniheldur meðal annars rósaolíu, e-vítamín og jojoba olíu sem saman vinna að því að gera húðina silkimjúka og fína. Formúlan er virkilega mjúk og bráðnar vel inn í húðina og skrúbbar hana vel. Það er svo tilvalið að nota Rosehip Dry oil frá Frank Body eftir skrúbbið í sturtunni til þess að gefa húðinni enn meiri og dýpri raka.

Lancome Rénergie Multi-Lift askja
Falleg gjafaaskja sem er tilvalin sem mæðradagsgjöf. Askjan inniheldur Rénergie Multi-Lift dagkrem, Rénergie Multi-Lift næturkrem og Génifique serum. Vörurnar vinna saman að því að vinna gegn öldrunarmerkjum í húðinni, stinna hana og gefa henni góðan raka. Húðin verður frískleg og vel nærð. Kremin eru mjög mjúk og fara hratt og örugglega inn í húðina og gefa henni ljóma. Serumið styrkir húðþekju húðarinnar, mýkir hana og skilur hana eftir ljómandi og fallega.

Taramar Diljá – Eurovision gjafaaskja
Ný og skemmtileg gjafaaskja frá Taramar sem er sérstaklega tileinkuð Eurovision faranum okkar henni Diljá. Falleg askja sem inniheldur tvær vinsælar vörur frá íslenska vörumerkinu Taramar. Fyrri varan í öskjunni er Arctic Flower Treatment Serum sem gefur húðinni raka og byggir upp kollagen forða hennar ásamt því að jafna húðina og róa hana. Seinni varan er svo Night Treatment sem vinnur að því að styrkja húðina og gefa henni aukna mýkt og þéttir hana. Algjörlega tilvalin gjöf fyrir konurnar sem elska Eurovision og vilja dekra vel við húðina.

Vonandi hafa þessar hugmyndir gefið ykkur einhvern innblástur í mæðradagsgjafakaupin, ef ekki þá er alltaf nóg til af ilmvötnum, naglalökkum og allskonar dekurvörum bæði á vefnum hjá okkur og í verslunum Hagkaups. Vonandi njótið þið mæðradagsins eins vel og hægt er.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.