3. Október 2023

Hrekkjavöku miðnæturopnun í Hagkaup Smáralind 4. október

Miðvikudaginn 4. Október verður miðnætur opnun í Hagkaup Smáralind.
Í Hagkaup Smáralind verður 20% afsláttur af allri snyrtivöru, leikföngum og partý vörum þennan dag.

Við tökum smá forskot á hrekkjavökugleðina og bjóðum því uppá hrekkjavökugleði í Hagkup.

Frá 18:30-19:30 verður Sylvía Haukdal á svæðinu og skreytir hrekkjavöku kökur fyrir gesti og gangandi.

Frá kl. 18:00 verður sýnikennsla á Hrekkjavöku förðunum í boði Hagkaups og hárgreiðslum í boði Lee Stafford.

Kl. 19:00 birtist svo Hrekkjavöku skrímsli Hagkaups og NYX professional make up í Hagkaup, en þar hefur það komið sér upp ágætis samastað. Skrímslið er unnið af þeim systrum Evu Ruzu og Tinnu Miljevic.

Kl. 17:00 mæta sérfræðingar GOSH Copenhagen á svæðið og verða með kynningu á spennandi andlitsfarða frá merkinu og þar verður hægt að fá smá förðun, eða leiðbeiningar með val á förðunarvörum.

Sérfræðingar snyrtivörumerkjanna verða á staðnum og aðstoða ykkur við valið á réttu snyrtivörunum.

 

Ekki láta þig vanta í Hagkaup Smáralind miðvikudagskvöldið 4. október.