13. Október 2023

MYSLF nýr ilmur frá YSL

12.-18. október er 20% afsláttur af öllum vörum frá Yves Saint Laurent. YSL framleiðir frábærar förðunar-, húðvörur og ilmvötn. Nýjasti ilmurinn frá merkinu MYSLF Eau de Parfum hefur fengið mikla athygli síðustu vikur og er lentur í verslunum okkar og hér á vefnum.

Ilmurinn er herra ilmur sem er margslunginn og skemmtilegur en hér er um að ræða fyrsta viðar-blóma ilminn frá YSL beauty en grunnur MYSLF EDP er mjúkar viðarnótur unnar úr patchouli. Toppnóta ilmsins er unnin úr bergamót á meðan hjartað er appelsínublóm (e. Orange blossom) sem ræktað er í Túnis, sérstaklega fyrir YSL.

Ilmurinn kemur bæði í 100ml og 60ml flöskum en það er líka hægt að kaupa á hann áfyllingu, þannig að glasið nýtist áfram. Glasið er mjög fallegt og stílhreint svart, hátt og tignarlegt og er fallegt á hvaða hillu sem er.

Með ilminum kynnir YSL einnig nýtt andlit ilmsins, Austin Butler en hann segist hafa verið virkilega stoltur af því að fá að vera andlit ilmsins. Hann segir að það sem standi upp úr við MYSLF EDP ilminn sé að í fyrstu sé sítrusinn úr appelsínublóminu mjög sterkur og góður en eftir því sem ilmurinn sest betur á húðin verði hann dýpri og viðartónarnir komi betur í ljós.

 Þú færð MYSLF EDP og allar hinar YSL vörurnar í verslunum Hagkaups og hér á hagkaup.is.