hagkaup uppskrift grill grillvörur grillmatur

8. Júlí 2025

Grilluð nautalund og humar með frumlegu tvisti

Wikt­or Páls­son landsliðskokk­ur er gest­ur Sjafn­ar Þórðardótt­ur í næsta þætti í grillþáttaserí­unni Log­andi ljúf­fengt. Hann ger­ir nýja út­færslu á rétt­in­um sem ber heitið Haf og hagi, þar sem hum­ar og nauta­lund eru í aðal­hlut­verki. Hann grill­ar hrá­efnið á spjóti með frum­leg­um og ein­földum hætti. Síðan býður hann upp á grillaðan eft­ir­rétt þar sem ávext­ir koma við sögu ásamt góðgæti sem bráðnar í munni. Allt hrá­efnið fæst í Hag­kaup.

Wikt­or vann keppn­ina, Kon­fekt­moli árs­ins, árið 2024 og tók einnig þátt í keppn­inni um titil­inn Kokk­ur árs­ins 2025 og gerði sér lítið fyr­ir og lenti í öðru sæti sem var framúrsk­ar­andi ár­ang­ur. Hann starfar á veit­ingastaðnum Lólu sem er nýr og er staðsett­ur í hjarta miðborg­ar­inn­ar í Hafn­ar­hvoli við Tryggvagötu 11.

grillmatur hagkaup grill uppskrift eftirréttur

Þrátt fyr­ir ung­an ald­ur er Wikt­or hok­inn reynslu í veit­inga­brans­an­um og er þegar orðinn þekkt­ur fyr­ir sína fáguðu og vönduðu mat­ar­gerð. Wikt­or hef­ur dá­læti af starf­inu og er líka góður að mat­reiða ein­falda rétti sem all­ir eiga að geta leikið eft­ir. Þetta eru til að mynda rétt­ir sem all­ir verða að prófa í næstu grill­veislu.

nautalund humar hagkaup uppskrift matur matarboð

Grillað nauta- og humarspjót með reyktu chilli-kremi, nashi-per­um, pikkluðum jalapeno og unagi-gljáa – Ný­stár­leg út­gáfa af rétt­in­um Haf og hagi.

500 g nauta­lund
6 stk. kanadísk­ir humar­hal­ar, afþýdd­ir

Marín­er­ing:
200 g hvít­lauk­sol­ía
20 g chipotle
1 tsk. malaður svart­ur pip­ar
Sítr­ónu­börk­ur af ½ sítr­ónu

Aðferð:
Kveikið upp í grill­inu og munið að kveikja tím­an­lega und­ir kol­un­um ef þið kjósið að grilla á kola­grilli. Byrjið á því að skera humar­inn og nauta­lund­ina í jafna ten­inga. Útbúið marín­er­ing­una. Setjið allt hrá­efnið í skál og hrærið sam­an. Penslið marín­er­ing­unni yfir hrá­efnið og látið marín­er­ast í um það vil 30 mín­út­ur, ef tími gefst. Þræðið humar­inn og nautið sam­an á spjót og dustið vel yfir salti og smá olíu. Gott er að nota stál­spjót ef þið eigið til ann­ars viðasp­jót en þá er gott að láta þau liggja í bleyti í hálf­tíma fyr­ir notk­un. At­hugið hvort grillið hef­ur náð þeim hita sem þið viljið hafa. Setjið spjót­in á grillið. Grillið vel á hverri hlið, takið af grill­inu, penslið með unagi-gljáa (sjáið upp­skrift fyr­ir neðan) og grillið aft­ur. Leyfið spjót­un­um að hvíla 5-10 mín­út­ur í lokuðum bakka eða á hólfi á grill­inu þar sem hit­inn er ekki mik­ill

Unagi- gljái
150 g sojasósa
200 g sake
400 g mir­in
50 g syk­ur

Aðferð:
Blandið öllu hrá­efn­inu sam­an í pott og sjóðið niður um 1/​3.
Kælið fyr­ir notk­un.

humar nautalund grill grillvörur útilega hagkaup

Kryd­d­jurta- og lauk­dress­ing ofan á spjót­in
1 stk. shallot lauk­ur, fínskor­inn
1 búnt fersk stein­selja, fínskor­in
1 búnt graslauk­ur, fínskor­inn
1 stk. Nashi pera
Ólífu­olía eft­ir smekk
Sítr­ónusafi fyr­ir per­una

Aðferð:
Hrærið öllu sam­an í skál nema Nashi-per­unni og með smá ólífu­olíu. Skerið per­una í þunn­ar ræm­ur og dressið hana með sítr­ónusafa.

Reykt chilli-krem
300 g Hell­m­ans maj­ónes
3 tsk. chipotle
1 tsk. salt
Safi úr ½ sítr­ónu

Aðferð:
Setjið allt hrá­efnið í skál og blandið vel sam­an. Setjið í sprautu­poka ef vill. Má líka setja ofan á með skeið.

Sam­setn­ing:
Þegar spjót­in eru búin að hvíla eft­ir grill­un, raðið þeim á disk eða bakka. Setjið kryd­d­jurta- og lauk­dress­ing­una ofan á hvert spjót. Setjið síðan ræm­urn­ar af per­unni yfir.
Toppið loks spjót­in með reykta chilli-krem­inu og berið fal­lega fram.

eftirréttur sykurpúðar hagkaup grill uppskrift

Grillað ávaxta- og kleinu­hringja­spjót með syk­ur­púðum, kara­mellu- og vanilluís
2 stk. fer­skj­ur
½ fersk­ur an­an­as
6 stk. mini kleinu­hring­ir
Vanilluís að eig­in vali
Dulce de leche kar­mella í krukku
Litl­ir syk­ur­púðar eft­ir smekk
1 pk. Nóa Kropp, kurl
1 pk Kara­melluk­url frá Nóa
1 flaska Lyles gold­en síróp

Aðferð:
Skerið an­an­as, fer­skj­ur, kleinu­hringi og syk­ur­púða í ten­inga og þræðið allt upp á spjót nema syk­ur­púðann. Gott er að nota stál­spjót ef þið eigið til ann­ars viðarspjót en þá er gott að láta þau liggja í bleyti í hálf­tíma fyr­ir notk­un.

Grillið spjót­in á báðum hliðum. Takið svo af grill­inu og penslið með lyles-sírópi og end­ur­takið grill­un­ina. Setjið spjót­in á bakka eða álp­app­ír og bætið ofan á þau syk­ur­púðum eft­ir smekk. Látið bakk­ann á grillið við aðeins væg­ari hita og eldið þar til syk­ur­púðarn­ir byrja að brún­ast og bráðna yfir ávext­ina og kleinu­hring­ina. Þegar syk­ur­púðarn­ir eru grillaðir eru spjót­in klár. Raðið spjót­un­um fal­lega á disk, setjið smá vanillu- og kara­melluís við hliðina á og toppið með kara­mellusós­unni og Nóa Kropp- og kara­melluk­url­inu. Berið fram og njótið. Það má líka setja kræs­ing­arn­ar sam­an í skál og toppa með ísn­um, kara­mellusós­unni og kurl­inu. Hver og einn get­ur gert þetta með sínu nefi.

eftirréttur sykurpúðar hagkaup grill uppskrift

Sjá myndband hér