9. Mars 2023

Nýjungar frá Biotherm

Biotherm kynnir um þessar mundir tvær nýjar vörur, Blue Retinol Night Serum og Blue Pro-Retinol krem. Dagana 9.-15.mars eru þessar vörur ásamt öllum vörum frá Biotherm á 20% afslætti í verslunum okkar og á vefnum svo það er kjörið tækifæri til þess að prófa þessar spennandi nýjungar en við ætlum að segja ykkur örlítið meira frá þeim.

Biotherm kynnir um þessar mundir tvær nýjar vörur, Blue Retinol Night Serum og Blue Pro-Retinol krem. Dagana 9.-15.mars eru þessar vörur ásamt öllum vörum frá Biotherm á 20% afslætti í verslunum okkar og á vefnum svo það er kjörið tækifæri til þess að prófa þessar spennandi nýjungar en við ætlum að segja ykkur örlítið meira frá þeim.

Blue Retinol Night Serum:

Öflug nýjung sem hefur mikla endurnýjunarvirkni og inniheldur 0.25% hreint retinol og Life Plankton sem vinna gegn hrukkum, gefa húðinni fallega áferð og mýkt. Retinólserumið hámarkar endurnýjun yfir nótt svo áferð og litarháttur húðar verður jafnari. Hámarkaðu endurnýjunar- og viðgerðarferli húðar kvölds og morgna með þvi að para serumið með Blue Pro-Retinol kreminu.

Pro-Retinol kremið:

Krem sem inniheldur Pro-retinol, þörungaþykkni og Life Plankton sem gefa húðinni fallega áferð og vinna gegn fínum línum og litamismun í húðinni. Pro-Retinol er retinol afleiða sem gerir kremið öflugt en milt og má því nota kvölds og morgna og hentar jafnvel viðkvæmri húð.

Það er góð regla að nota alltaf sólarvörn þegar notaðar eru vörur sem innihalda retinol.

Að lokum er vert að taka það fram að kaupauki fylgir þegar keyptar eru Biotherm vörur fyrir 9.500 kr. eða meira dagana 9.-15.mars (gildir á meðan birgðir endast). Þið getið skoðað allar Biotherm vörur hér.