28. Apríl 2022

Yves Saint Laurent dagar

Til og með 4.maí eru YSL dagar í verslunum okkar (YSL fæst ekki í Spönginni) og hér á vefnum og allar vörur frá YSL á 20% afslætti. Af þessu tilefni langar mig að segja ykkur frá 2 nýjungum og 2 klassískum vörum frá YSL sem ég hef verið að nota.

Nýjungarnar frá YSL að þessu sinni eru tvær, nýr maskari og ilmur.
Maskarinn Lash Clash Extreme Volume er nýjasti maskarinn í frábæru maskara úrvali frá YSL. Lash Clash Extreme er með stóra góða greiðu sem nær til allra augnháranna, jafnvel þeirra allra minnstu. Maskarinn er mjög svartur og gerir augnhárin ótrúlega umfangsmikil og falleg án þess að þyngja þau. Maskarinn gefur augnhárunum ótrúlega góða lyftingu og smitast ekki. Snillingarnir hjá YSL kunna alveg að gera maskara og þetta er alls ekki sá fyrsti frábæri úr þeirra smiðju!

Svo er það nýi ilmurinn frá YSL, sem er eiginlega bara sumarið í flösku! Black Opium Illicit Green eau de parfum er nýr ilmur í Black Opium línunni og hann var að lenda í verslunum. Sætur ilmur með grænum mandarínum, fíkjum og kaffi svo eitthvað sé nefnt. Ilmurinn er léttur og góður og endist vel yfir daginn.

Skoðum svo aðeins klassískar YSL förðunarvörur sem ég er ótrúlega hrifin af! En það er Touche Éclat tvennan guðdómlega. Touche Éclat farðinn er léttur og ljómandi farði sem er fullkominn fyrir sumarið. Þekjan er létt en vel hægt að byggja hana upp í miðlungs þekju. Ég hef nokkuð nýlega uppgötvað þennan dásamlega farða en hugsa að hann verði í yfirvinnu hjá mér í sumar!

Ástæðan fyrir því að ég prófaði  Touche Éclat farðann er hinn helmingurinn af dúóinu, Touche Éclat Illuminating Pen eða gullpenninn eins og hann er oft kallaður. Dásamlega léttur hyljari sem birtir ótrúlega vel og fallega undir augum. Ég hef verið með þennan hyljara í snyrtitöskunni síðustu tvö árin og hann er ekki að fara neitt. Hann er með létta þekju svo fyrir þá sem vilja meiri þekju mæli ég með að prófa bróður hans, Touche Éclat High Cover Concealer, en hann gefur töluvert meiri þekju. Svo má að sjálfsögðu blanda þeim saman, nota fyrst Touche Éclat High Cover Concealer til þess að ná upp þekju og birta svo upp augnsvæðið með Touche Éclat Illuminating Pen.

Þið getið skoðað úrvalið af Yves Saint Laurent vörum hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup