Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru uppseldir helgina 24.–25. maí

1. Apríl 2023

Nýtt frá Sensai Absolute Silk Saho

Til að öðlast lýtalausa húð mælir SENSAI með einstakri húðrútínu sem kallast Saho, í anda japönsku te-athafnarinnar. Kjarninn í þessari rútínu er tvöföld hreinsun og tvöföld rakagjöf. Þetta er mild og ígrunduð aðferð sem er áætlað er að sé endurtekin á sama hátt á hverjum degi til að öðlast silkimjúka húð.

SENSAI setti á markað fyrsta vöru sinna tegundar árið 2019, Absolute Silk MICRO MOUSSE sem nú er orðin vinsælasta húðvara SENSAi á Íslandi. Micro Mousse er loftkennd froða sem inniheldur örsmáar kolsýrðar loftbólur, sem innihalda Koishimaru  Silk þær eru mun minni en húðholurnar. Þannig kemst silkið og þar með rakinn ofan í neðstað húðlag og veitir ótrúlegan raka sem endist og endist. Fínar línur verða minna sjáanlegri, húðin fíngerðari, þéttari og full af raka. MICRO MOUSSE er þrep 1.  í tvöfaldri rakagjöf. Hún er borin á hreina húðina kvölds og morgna og að lokum sett krem sem hentar þinni húðgerð.  Nú hefur bæst við ABOSOLUTE SILK línuna áhrifarík en mild hreinsun.

Hreinni húð með nærandi rútínu
ABSOLUTE SILK er lifandi ímynd Koishimaru-silkis. Vörurnar umvefja þig silkimjúkri vellíðan og veita upplifun sem er annað og meira en bara venjuleg húðumhirða. Ný hreinislína í ABSOLUTE SILK felur í sér tvöfalda húðhreinsun sem skilar jafnt virkni sem vellíðan og stuðlar að silkimjúkri húð.

Fyrsta skrefið er CLEANSING MILK sem leysir upp farða á afar mildan hátt. Næsta skref er MICRO MOUSSE WASH sem freyðir og fjarlægir öll vatnsuppleysanleg óhreinindi. Silkimjúk áferð beggja verndar og viðheldur heilbrigði húðarinnar.  Húðin verður frískleg og ljómandi en einnig silkimjúk, tandurhrein og laus við ertingu.

SKREF 1: ABSOLUTE SILK CLEANSING-hreinsimjólk 150ml

Njóttu þess að hreinsa og næra húðina. Notist á kvöldin. Þessi silkimjúka hreinsimjólk fer um húðina með róandi mýkt, líkt og strokið væri með silkiklút. Hún fjarlægir farða á mildan hátt og losar um olíukennd óhreinindi án þess að skilja eftir fitulag á húðinni. Varan inniheldur Koishimaru Silk Royal™ sem verndar ysta lag húðarinnar. Útkoman verður mjúk, þétt og ljómandi húð. Silkimjúk blandan losar um farða og óhreinindi án þess að erta húðina. Mjólkurkennd áferð vörunnar nærir ysta lag húðarinnar með blöndu squalane, jojoba- og ólífuolíu. Róar húðina og fyllir hana raka svo áferðin verður silkimjúk. Varan nærir húðina svo hún verður silkimjúk, þétt og ljómandi. Njóttu þessa fyrsta skrefs í dásamlegri húðrútínu

Notkun: Setjið hæfilegt magn í bómullarskífu eða í lófann og dreifið varlega um allt andlitið. Þegar búið er að nudda vel og leysa upp farða og önnur óhreinindi skal strjúka vöruna varlega af með pappírsþurrku eða bómullarskífu.  Notið á kvöldin – eða þegar það á að fjarlægja farða af andlitinu.

 Skuldbindingar SENSAI varðandi sjálfbærni: Þessi vara er hluti að verkefni SENSAI í tengslum við sjálfbæran lúxus, sem er leið SENSAI til að virða náttúruna og auðlindir hennar og stuðla að betri framtíð. Flaskan er úr endurunnu PET-plasti. Kassinn er úr FSC-vottuðu efni sem er að hluta til úr krömdum sykurreyr (bagasse) sem fellur til við ræktun sykurreyrs.

SKREF 2: ABSOLUTE SILK MICRO MOUSSE-HREINSIFROÐA

Losaðu um öll óhreinindi með þessari freyðandi vöru. Húðin verður tandurhrein, frískleg og ljómandi. Notið kvölds og morgna. Þétt hreinisifroða sem innheldur sömu tækni og MICRO MOUSSE og virkar einstaklega vel til að fjarlægja húðfitu, óhreinindi og dauðar húðfrumur. Örfínar loftbólurnar eru umvafðar verndandi og rakagefandi efnum og halda lögun sinni og freyðandi eiginleikum þegar varan er borin á. Þegar froðan er skoluð af situr eftir þægilegur raki og vellíðan. Óhreinindi losna úr svitaholum og húðin verður hrein og frískleg sem aldrei fyrr. Svitaholur virðast minni og húðin verður mýkri, frísklegri og jafnari. Líkt og nýju lífi sé blásið í húðina verður hún tandurhrein, björt.

Notkun:

Án þess að hrista flöskuna eða snúa henni á hvolf skal setja hæfilegt magn vörunnar í lófann og nudda varlega yfir allt andlitið (kinnar, enni, nef og höku). Forðist að bera á augnlok og augnsvæði. Þrýstið létt á og nuddið varlega með hringlaga hreyfingum. Skolið vandlega af með vatni eða volgu vatni.  Notið á eftir hreinsimjólk á kvöldin og eina og sér á morgnana.

Þessi vara er hluti að verkefni SENSAI í tengslum við sjálfbæran lúxus, sem er leið SENSAI til að virða náttúruna og auðlindir hennar og stuðla að betri framtíð. Pumpan og tappinn eru að hluta til úr lífrænu plastefni. Kassinn er úr FSC-vottuðu efni sem er að hluta til úr krömdum sykurreyr (bagasse) sem fellur til við ræktun sykurreyrs.