28. Febrúar 2024

Gerðu vel við þig og þína

Við elskum að gera vel við okkur og þá sérstaklega um helgar. Í Hagkaup getur þú keypt allt fyrir partýið hvort sem þú vilt einfalda lífið og kaupa tilbúna rétti eða búa til ljúffenga rétti frá grunni, þú færð allar vörurnar hjá okkur. Hér fyrir neðan er brot af tilbúnum réttum sem verða í boði í verslunum okkar og uppskrift að ofnbökuðum osti sem hreinlega bráðnar í munni.

Hvernig hljómar brakandi ferskt og gott guacamole um helgina með þínum uppáhöld nachos flögum? Lárperumaukið okkar er búið til frá grunni hjá okkur úr fersku hráefni. Engin E-efni og stútfullt af vítamínum og góðri fitu fyrir utan hið augljósa að það er guðdómlega gott! Helgartrítið verður ekki einfaldara og fljótlegra.

Eðla er alltaf góð hugmynd og um helgina getur þú keypt eðlu sem við látum sérlaga fyrir okkur og þú þarft bara að hita í  nokkrar mínútur og þá er hún klár. Einfalt og gott.

 Það eru til ótal uppskriftir að ljúffengum ofnbökuðum ostum og um að gera að leyfa ímyndunaraflinu að njóta sín og prófa sig áfram. Við seljum ótal tegundir af ostum, sultum, chutneys, allskyns ávextir, hnetur og listinn er svo sannarlega ekki tæmandi.

Hér er uppskrift að ofnbökuðum camembert með pekanhnetum og ljúffengu sírópi.

  • 1 stk camembert
  • 2 dl pekanhnetur
  • Síróp að eigin vali og magn eftir smekk
  • Fersk ber til dæmis bláber eða hindber.

Aðferð:

  1. Hitið ofninn í 180°C (blástur)
  2. Setjið bökunarpappír í eldfast mót og ostinn yfir.
  3. Setjið pekanhnetur  og sírópi yfir ostinn.
  4. Bakið ostinn við 180°C þar til hann er orðinn bráðnaður.
  5. Skreytið með ferskum berjum áður en þið berið fram með góðu hrökkkexi.

Það er líka einstaklega gott að skera niður æðislegar ítalskar pylsur, ávexti og útbúa ostaplatta sem slær alltaf í gegn.