19. September 2023

Plastlausar snyrtivörur

Það eru margar leiðir til þess að huga að umhverfinu og sumir velja sér það að minnka t.d. notkun á plasti. Það eru nokkrar snyrtivörur sem hægt er að fá plastlausar og okkur langar að segja ykkur frá einu spennandi plastlausu vörumerki og nokkrum öðrum plastlausum snyrtivörum.

Plastlausa og umhverfisvæna snyrtivörumerkið Ethique

Ethique er vörumerki sem framleiðir snyrtivörur fyrir hár, líkama og andlit en það sem gerir merkið nokkuð einstakt er að það framleiðir allar vörur í föstu formi eða kubbum. Vörur merkisins eru allar framleiddar úr sjálfbærum innihaldsefnum og án plast umbúða. Vörurnar koma í pappa umbúðum sem eru 100% niðurbrjótanlegar, en þess má geta að allir límmiðar og merkingar á umbúðunum eru líka niðurbrjótanlegar.

Ethique er líklega hvað þekktast fyrir hárvörurnar sínar, sjampó- og hárnæringakubbana. Kubbarnir eru litlir og nettir en innihalda mikið af vöru, en minna vatn en hefðbundin sjampó. Þú notar einfaldlega vatnið í sturtunni til þess að bleyta upp í kubbunum og notar þá svo í hárið. Kubbarnir koma í nokkrum tegundum fyrir mismunandi hárgerðir, líkt og flest önnur hefðbundin sjampó.

Það er hægt að skoða allar vörur frá merkinu Ethique með því að smella hér. En það er tilvalið að byrja á að skoða t.d. prufu pakkana frá þeim, Discovery Pack – Balanced hair, sem inniheldur 3 ferða stærðir af kubbum.

Micellar Reusable Eco pads frá Garnier

Fjölnota skífur sem hægt er að nota til þess að hreinsa húðina. Skífurnar er hægt að nota bara með vatni eða með Micellar hreinsivatni til þess að hreinsa af farða eða önnur óhreinindi. Skífurnar eru mjög mjúkar og eru þar af leiðandi mjög góðar til þess að hreinsa t.d. burt maskara og aðra augnförðun án þess að erta augun. Í pakkanum eru 3 skífur en þær er hægt að nota oft og mörgum sinnum hverja.

Face Cleansing MagicBar frá Nivea

Nivea eru með þrjár tegundir af andlitshreinsum í kubbaformi. Kubbbarnir koma í plastlausum umbúðum og eru með 100% náttúrulegum innihaldsefnum. Tegundirnar eru þrjár MagicBar exfoliating Active charcoal sem er kubbur sem skrúbbar húðina og mattar hana. MagicBar Refreshing Almond oil & Blueberry er mildur og frískandi andlitshreinsir með möndluolíu. MagicBar Radiance Rose Extract er svo andlitsheinsir sem djúphreinsar húðina og gefur henni aukinn ljóma.

 

Höfundur Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup