Vinsamlegast ath!

Veisluréttir eru að verða uppseldir 22. júní og við hvetjum fólk til þess að panta sem fyrst

13. Apríl 2023

Prada Paradoxe áfylling

Prada Paradoxe Eau de Parfum kom í verslanir haustið 2022 og var kynntur til leiks sem nýr auðkennis-ilmur Prada. Ilmurinn hefur fengið virkilega góðar undirtektir og verið vinsæll meðal landans. En núna er komin frábær og skemmtileg viðbót við Prada Paradoxe.

Þessi skemmtilega nýjung er áfyllingarglas fyrir Prada Paradoxe Eau de Parfum. Þú getur þannig keypt þér áfyllingu á fína ilmvatnsglasið þitt í stað þess að kaupa nýtt ilmvatn. Áfyllingarglasið er 100ml. Ilmurinn sjálfur er gullfallegur. Um er að ræða kvenlegan blómailm sem býður þér að kynnast og sjá margbreytilegar hliðar konunnar og gleðina við að vera aldrei eins en alltaf hún sjálf. Ilmurinn inniheldur meðal annars appelsínublóm, white musk og amber og hentar við hvaða tilefni sem er. Ferskleikinn er í fyrirrúmi með Neroli sem framkallar stökka og ferska vídd blómsins og Ambrofix fyllir ilminn af hlýju og musk mólekul færa honum einstaka dýpt. Áfyllanlegt glasið endurspeglar Prada á nýjan hátt með goðsagnakenndum þríhyrning sem sóttur er í upprunann.

Dagana 13.-19.apríl eru allir ilmir frá Prada á 20% afslætti í verslunum okkar og hér á vefnum. Það er því tilvalið að næla sér í nýtt ilmvatn fyrir sumarið og fara inn í það með sjálfstraust og góðan ilm.