Sensai

1. September 2025

Fullkominn ljómi í þremur skrefum

Radiant Glow Foundation

Innblásin af óviðjafnanlegri fegurð Koishimaru Silk veitir RADIANT GLOW FOUNDATION húðinni eftirsóttan ljóma. Fyrsti farðinn okkar með byltingarkenndri gel-tækni sem veitir langvarandi, rakaríkan ljóma. Formúlan hreyfist í takt við svipbrigði húðarinnar, án þess að safnast í línur eða hverfa með tímanum. Útkoman er óaðfinnanlegur silkimjúkur ljómi sem varir allan daginn. Farði sem hentar öllum húðgerðum.

Farðinn kemur í stað LUMINOUS SHEER farðann og það má líta svo á að litirnir séu svipaðir þeim farða. Einnig er hægt að fara inn í “Sýndarheim SENSAI” sem aðstoðar við að velja lit af farða.

„Þinn ljómi, þitt val.

Látum Foundation Finder leiða þig að hinum fullkomna lit af farða.“

https://virtual-cosme.net/sensai/global/en/makeup/foundationfinder

 

Glowing Base - Ný formúla

Gefðu húðinni ljómandi grunn sem undirbýr hana fyrir fullkomna förðun. Létt og silkimjúk áferð sameinast húðinni á náttúrulegan hátt og skapar jafna, slétta og ljómandi yfirborðsáferð.

Formúlan inniheldur perlumjúk ljóspigment sem veita húðinni ferskan og ljómandi blæ, á meðan rakagefandi innihaldsefni viðhalda mýkt og náttúrulegum ljóma allan daginn. Glowing Base skapar fullkominn grunn fyrir farða, heldur förðun ferskri lengur og veitir húðinni viðvarandi ljóma.

 

Hydrating Fix Mist er ný vara - Rakagefandi setting sprey

Tryggir silkimjúka áferð og ferskan raka í hverjum úða. Endurnýjar ferskleikann og varðveitir ljóma húðarinnar allan daginn. Hydrating Fix Mist frískar upp á húðina, lengir endingu förðunar og heldur áferðinni óaðfinnanlegri – frá morgni til kvölds. 

Silkimjúkur og gagnsær úði leggst létt yfir húðina og veitir henni þægindi, án þess að þyngja hana. Einstök Hydrating Fix formúlan sameinar langvarandi endingu og djúpnærandi vellíðan fyrir húðina. Sérvalin festiefni tryggja að förðunin helst falleg og smitast ekki, á meðan rakagefandi innihaldsefni veita húðinni endurnærandi raka og viðhalda ferskleikanum með hverjum úða.

„Förðun sem endist - raki sem nærir“

 Í öllum nýju SENSAI-vörunum leynist hjarta vörumerkisins – hið einstaka Koishimaru Silk EX, fengið úr hreinasta japanska silki sem áður var einungis ætlað keisarafjölskyldunni.

Þetta táknræna innihaldsefni vinnur í samhljómi við húðina, örvar náttúrulega framleiðslu hýalúrónsýru í bæði yfirborðslögum og dýpri lögum húðarinnar og stuðlar að myndun kollagens og elastíns. Niðurstaðan er endurnærð, silkimjúk og ljómandi húð sem geislar af fegurð og fyllingu.“