15. Júní 2022

Sælkerabúðin opnar kjötborð í Hagkaup Garðabæ og Kringlunni

Þau stórtíðindi ber­ast að Sæl­kera­búðin sé að opna kjör­borð í Hag­kaup í Garðabæ og Kringl­unni. Hug­mynd­in geng­ur út á að opna það sem talað er um sem „búð í búð” þar sem Sæl­kera­búðin verður með sér versl­un inni í versl­un­um Hag­kaups í Garðabæ og Kringl­unni.

Sæl­kera­búðin Bitru­hálsi hef­ur vakið mikla at­hygli und­an­far­in ár fyr­ir frá­bær­ar út­færsl­ur af til­bún­um rétt­um og sér­völdu gæðakjöti. Að Sækera­búðinni standa meist­ara­kokk­arn­ir Hinrik Lárus­son og Vikt­or Örn Andrés­son, sem báðir hafa verið í ís­lenska kokka­landsliðinu og unnið til fjölda verðlauna í mat­reiðslu­keppn­um.

„Við erum til­bún­ir að stækka og ná til stærri hóps með okk­ar frá­bæru vör­um,” sögðu þeir fé­lag­ar spurðir um ástæðu þess að færa út kví­arn­ar. „Þegar tæki­færið bauðst til að vinna með Hag­kaup þá fannst okk­ur það passa við okk­ar framtíðar­sýn. Hag­kaup er sú versl­un sem býður lands­mönn­um upp á framúrsk­ar­andi úr­val í öllu sem snýr að mat og fersku græn­meti. Við töld­um það frá­bæra leið að leggja í þetta ferðalag með þeim. Við erum þess full­viss­ir að viðskipta­vin­ir Hag­kaups, sem eru mikl­ir mat­gæðing­ar, eigi eft­ir að taka okk­ur fagn­andi og okk­ur hlakk­ar til að tak­ast á við þessa spenn­andi áskor­un,“ sögðu þeir Vikt­or og Hinrik spurðir út í frétt­ir dags­ins.

„Við í Hag­kaup eru sí­fellt að leita leiða til að styrkja þá val­kosti sem við get­um boðið okk­ar viðskipta­vin­um. Við vit­um að þeir eru kröfu­h­arðir og við ger­um okk­ar besta að standa und­ir því. Við telj­um því að þetta nýj­asta út­spil eigi eft­ir að slá í gegn hjá okk­ar viðskipta­vin­um,“ seg­ir Sig­urður Reyn­alds­son fram­kvæmda­stjóri Hag­kaups spurður um þess­ar spenn­andi frétt­ir.  „Við erum gríðarlega spennt yfir þess­um breyt­ing­um og erum sann­færð um að vör­um Sæl­kera­búðar­inn­ar eigi eft­ir að vera vel tekið af okk­ar viðskipta­vin­um.“

Und­ir­bún­ing­ur þess­ara breyt­inga er haf­inn og von­um við til að okk­ur tak­ist að opna í seinni hluta ág­úst mánaðar ef allt geng­ur upp. Það er því spenn­andi haust framund­an í Hag­kaup.