12. Maí 2022

Shiseido kynningardagar

Dagana 12.-18.maí eru Shiseido kynningardagar í verslunum og hér á vefnum. Allar vörur frá Shiseido eru því á 20% afslætti svo ef þú hefur haft augastað á einhverjum vörum frá merkinu þá er tilvalið að nýta sér tilboðið! Í tilefni af Shiseido dögunum langar mig að kynna ykkur fyrir Vital Perfection línunni þeirra.

Vital Perfection línan er vörulína sem er ætlað að gera húðina stinnari, þéttari og bjartari. Vörurnar vinna við að endurhlaða fibroblast frumur húðarinnar, sem eru þær frumur sem halda húðinni þéttri. Með hækkandi aldri fækkar þessum frumum og dregur úr virkni þeirra, en Vital Perfection línunni er ætlað að hjálpa þér að hægja á þessum öldrunareinkennum húðarinnar. Vörurnar henta best þeim sem eru 40 ára eða eldri og því hef ég persónulega ekki prófað mikið af þeim en hef heyrt mjög góða hluti! Ég laumaðist þó til þess að prófa augnmaskann úr línunni og hjálpi mér allir heilagir hvað hann er trylltur!

Augnmaskinn er einnota “sheet” maski sem inniheldur meðal annars retinol, en hann er svo langt frá því að vera hefðbundinn “sheet” maski á nokkurn hátt! Skífurnar eru mjög stórar og ná yfir mjög gott svæði í kringum augun, alveg frá augum og vel niður á kinnar. Ég fann samstundis hvað maskinn kælir vel og það var skemmtilegt að sjá hvað var mikið af vöru í maskanum og í umbúðunum, mjög vel útilátið!

Shiseido mælir með því að augnmaskinn sé notaður sem hluti af kvöld- húðrútínu 2-3 sinnum í viku og ég viðurkenni að ég er alveg tilbúin til þess að fylgja þeim ráðum. Augnmaskinn gefur húðinni svo ótrúlega fallegan ljóma og mér fannst ég sjá mun strax og húðin var silkimjúk og dásamleg en eftir viku notkun sést mun meiri munur á augnsvæðinu, það er bjartara og mun minni þroti í kringum augun.

Vital Perfection vörurnar eru á 20% afslætti út 18.maí, bæði í verslunum og á vefnum. Það er ótrúlega gott og breitt úrval af fallegum húð- og förðunarvörum frá Shiseido og það ættu allir að geta fundið sér eitthvað við sitt hæfi! Ef þið viljið kynna ykkur vöruúrvalið þá getið þið skoðað það hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir