Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

24. Júní 2024

Sjálfsbrúnku tæki og tól

Það vefst stundum fyrir fólki hvaða brúnkuhanska, bursta eða áhöld er best að nota hverju sinni enda úrvalið mikið. Okkur langar að fara yfir nokkur mismunandi tól sem eru góð til sjálfsbrúnku aðgerða og hvað þau gera og hvernig er hægt að nýta þau í verkið.

Self-Tanning Mitt – Cocosolis
Hér er um hefðbundinn brúnkuhanska að ræða. Hanski úr flauelsmjúku efni sem hjálpar til við að bera brúnku á líkamann og passar í leiðinni upp á að lófarnir verði ekki allir í brúnkuvöru. Svona hanska er hægt að nota með brúnkukremi, froðu, mús, geli eða jafnvel spreyi og gerir það töluvert auðveldara að ná jöfnum lit heldur en að nota fingurna.

Glow Your Own Way Gel Hanski – B.tan
Þessi hanski er frábrugðin öðrum hönskum að því leiti að hann er með mismunandi áferðir á hvorri hlið. Öðru megin er mjúk svamp áferð sem dregur í sig lítið sem ekkert af vöru og er fábær til þess að dreifa t.d. brúnku geli á líkamann. Á hinni hliðinni er svo flauelsmjúkt efni líkt og á hefðbundnum brúnkuhönskum sem er gott að nota etir á til þess að fá fullkomna áferð á brúnkunni. Þessi hanski er sérstaklega gerður fyrir brúnkugel en hentar með hvernig brúnkuvörum sem er.

Back Applicator – Marc Inbane
Þessi snilld hjálpar okkur að smella brúnkuvörum á bakið, þar sem getur verið erfitt að ná með höndunum. Um er að ræða sama efni og er í hefðbundnum brúnkuhanska frá Marc Inbane en þessi er langur með handföngum á sitthvorum endanum. Með því er hægt að smella vöru á efnið og dreifa úr því með því að draga efnið til, smá eins og fólk gerir með handklæði þegar það þurrkar á sér bakið. Algjör leikbreytir í brúnkuleiknum! Hægt að nota með flestum formúlum af brúnkuvörum.

Body Brush – Bondy Sands
Ekki hanski eins og restin af vörunum heldur þéttur og stór bursti. Þessi er æði t.d. fyrir ljóma og lit á bringuna, til þess að blanda brúnkuvörur á fingur og hendur til þess að fá jafnari og fallegri áferð en líka á ökkla og fætur fyrir sama tilgang. Það má líka nota burstann til þess að bera brúnkuna á allan líkamann en hann gefur fallega áferð.

Tan Remover & Exfoliating Mitt – St. Tropez
Þessi hanski er ólíkur hinum vörunum í þessari færslu þar sem hann er ætlaður til þess að hjálpa okkur að ná afgangs brúnkuvörum af húðinni en ekki bera þær á. Hanskinn nuddar burt gamalt brúnkukrem og dauðar húðfrumur og undirbýr þannig húðina fyrir nýja umferð af brúnku. Algjör snilld til þess að byrja með hreinan striga, þannig bæði endist brúnkan betur og verður jafnari.

Það má skoða allan brúnkuvarning með því að smella hér. Það má finna allar vörurnar sem eru hér að ofan frá mismunandi vörumerkjum, í mismunandi gerðum og það ættu öll að geta fundið það sem hentar þeim til þess að ná fram jafnri og fallegri brúnku. Svo erum við auðvitað með frábært úrval af brúnkukremum sem má skoða með því að smella hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup.