1. Febrúar 2024

Skemmtilegar nýjungar á tax free

Það er komið að því, tax free* snyrtivörudagar í verslunum Hagkaups og hér á Hagkaup.is. Allar snyrtivörur verða á tax free* dagana 1.-7. febrúar og því tilvalið að kíkja á fjórar spennandi nýjungar sem við höfum fengið í sölu síðustu vikur, enda af nægu að taka.

YSL – All Hours Precise Angles Concealer

All Hours farðinn frá YSL hefur notið mikilla vinsælda síðan hann kom á markað og núna fylgir YSL farðanum eftir með hyljara í sömu línu. Hyljari sem auðvelt er að byggja upp en er á sama tíma léttur á húðinni. Hyljarinn gefur góða þekju, er mjúkur og með mattri áferð án þess að þurrka húðina. Burstinn á hyljaranum er með einstaka lögun til þess að auðvelda það að setja hyljarann nákvæmt á þá staði sem þú vilt. Frábær viðbót við All Hour línuna frá YSL.

 John Frieda – Profiller + Thickening Sjampó

Nýtt og mjög spennandi sjampó frá John Frieda en í sömu línu koma líka leave in sprey og hárnæring. Þetta sjampó er ætlað fyrir fíngert hár sem vantar styrk og fyllingu. Sjampóinu er ætlað að láta hárið virka þykkara strax frá fyrsta þvotti með því að gefa því aukna fyllingu. Sjampóið þyngir ekki hárið og það lætur hárið ekki bara líta út fyrir að vera þykkara heldur inniheldur það líka bíótín sem styrkir hárið auk þess sem það inniheldur hýalúrónsýru sem rakagjafa. Virkilega skemmtileg nýjung frá John Frieda.

The Ordinary – Marine Hyaluronics

Frábær rakagjafi frá The Ordinary sem er nú fáanlegt hér á hagkaup.is! Um er að ræða létt raka serum sem hefur virkni hýalúrónsýru og gefur húðinni raka á þá staði sem hún þarf á að halda. Formúlan vinnur djúpt í húðina og vinnur að því að gera hana mýkri og þéttari.

Bodyologist – Skin Drencher Super-Charged Body Lotion

Líkamskrem sem inniheldur frábæra blöndu innihaldsefna sem vinna að því að gera húðina mjúka ásamt því að gefa henni næringu og raka. Formúlan inniheldur meðal annars Hýalúrónsýru, níasínamíð, squalene, þörungaþykkni, E-vítamín og andoxunarefni. Saman er þessi blanda að vinna að því að styrkja varnir húðarinnar, viðhalda rakastigi hennar, draga úr roða og gefa húðinni ljóma. Algjör draumur fyrir húðina, sem er jú stærsta líffærið.

Það er af nægu að taka þegar kemur að snyrtivörum hér á hagkaup.is en það er hægt að skoða allar vörur með því að smella hér.

*Tax free jafngildir 19,36% afslætti.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup