Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

24. Júní 2024

Snjókrabbasamloka

Matarmenn útbjuggu deluxe snjókrabbasamloku með gufusoðnum snjókrabba og ljúffengum grunni sem hægt er að nota sem grunn fyrir sjávarrétti almennt, t.d. rækjusalat.

Uppskrift:
500 gr snjókrabbakjöt
Old bay krydd eftir smekk 
1 bolli japanskt majónes 
1/2 rauðlaukur
1 jalapeno fræhreinsaður
2 sítrónubátar
1/2 agúrka
3 hvítlauksgeirar kreistir
6 strá graslaukur
Dill eftir smekk
2 msk dijon sinnep með hunangi 
3 msk kapers

Skerið grænmetið smátt og setjið í skál ásamt majónesi og sinnepi og hrærið. Geymið í ísskáp á meðan krabbinn er eldaður.

Eldun á krabba:
Byrjið á að þýða krabbakjötið í ísskáp sólarhring fyrir eldun eða setjið í skál með köldu vatni í um klukkustund. Kryddið kjötið eftir smekk. Gufusjóðið í 5 mínútur. Leyfið kjötinu að kólna og bætið svo varlega saman við salatið.