17. Júlí 2023

Snyrtivörur fyrir ferðalagið

Það er svo sannarlega hásumar þessa dagana og margir sem eru í eða á leið í útilegu, sumarbústað eða annað spennandi ferðalag. Þegar kemur að snyrtivörum og ferðalögum getur verið erfitt að ákveða hvað fær að koma með og hvað ekki. Mörg viljum við reyna að pakka sem léttast en á sama tíma helst ekki skilja neitt eftir heima. Mig langar að benda ykkur á nokkrar skemmtilegar ferðastærðir af snyrtivörum sem breyta leiknum örlítið og gera snyrtitöskuna léttari.

Það eru til ótal tegundir af sjampóum og hárnæringum í ferðastærðum og það tvennt gerir töskuna strax töluvert léttari og töluvert minna magn af vöru sem getur lekið í fötin og allt annað sem í töskunni er. Moroccan Argan Oil ferðasjampóið og næringin frá OGX eru til dæmis algjör snilld, gefa hárinu glans og mýkja það en þau henta líka flest öllum hárgerðum og henta sérstaklega vel fyrir litað hár. Til þess að gefa hárinu örlítið meiri ást á ferðalagi getur verið gott að taka með sér lítil bréf með hármaska eins og t.d. Miracle Drops frá John Frieda. Maskinn styrkir hárið og gefur því raka sem er alveg tilvalið fyrir hár sem hefur verið mikið í sólarljósi. Til þess að greiða hárið eru Go Green Mini Detangler burstarnir frá Wet Brush frábærir. Litlir og nettir hárburstar sem renna í gegnum flækjur án þess að slíta hárið. Fyrir okkur sem viljum svo hafa með okkur hársprey til þess að halda greiðslunni í lagi á ferðinni þá eru mini hársprey til í töluverðu úrvali. Til dæmis erum við með Mini Hold Tight Spray frá Lee Stafford sem er með miklu og góðu haldi.

Það eru svo þrjár vörur sem er tilvalið að taka með í ferðalagið fyrir förðunina. Fyrst og fremst ef notast á við förðunarsvamp eða beautyblender er mikilvægt að vera með hann í hólk sem verndar hann. Defender frá Beautyblender er algjör snilld en svampurinn nær að anda og þorna og kemur í veg fyrir að svampurinn grípi í sig allar bakteríur sem geta leynst í töskunni. Ferðaburstasett frá Real Techniques eru líka ótrúlega skemmtileg en það kom nýlega glænýtt svoleiðis sett í búðir. Orange Crush Midi Moment inniheldur svamp, púðurbursta, augnskuggabursta og skáskorinn bursta  sem má nota í augnskugga eða augabrúnavörur. Burstarnir eru minni en heðfbundnir burstar svo þeir taka minna pláss í töskunni.
Síðast en alls ekki síst, Urban Decay All Nighter í ferðastærð. Við viljum alltaf hafa setting spreyið í töskunni og það er svo miklu þægilegra að hafa lítið og nett með á ferðalaginu en stóru flöskuna.

Það er til svo miklu meira úrval af ferðastærðum bæði í húð-, hár- og förðunarvörum svo við ættum öll að geta pakkað nokkuð létt og vel fyrir komandi ferðalög.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup