30. Júní 2023

Spennandi vörur á tax free

Jú uppáhalds dagar okkar snyrtivöru snillinganna eru mættir, Tax free snyrtivörudagar í Hagkaup (Tax free jafngildir 19,36% afslætti)! Það er svo ótrúlega margt spennandi á afslætti að ég gæti líklega skrifað um það tólf til fimmtán blaðsíður en ég ætla þó að láta það duga að segja ykkur frá fimm einstaklega spennandi snyrtivörum sem eru flestar nokkuð nýlegar í verslunum okkar.

Confidence in a Cleancer – IT cosmetics
Förðun verður aldrei fallegri en undirbúningurinn og undirbúningurinn verður að hefjast á góðri hreinsun. Þessi dásamlegi hreinsir er bæði hreinsir og serum í sömu vörunni. Hreinsirinn hreinsar húðina af umfram olíu, sólarvörn, mengun úr umhverfinu og tekur förðunina af. Hreinsirinn gefur samstundis raka við notkun og hann er virkilega mildur og hann má því nota bæði kvölds og morgna. Formúlan inniheldur meðal annars seramíð og hýalúrónsýru en er vegan og án súlfats, alkóhóls og sápu.

Superstay 24 H Skin Tint Foundation – Maybelline
Sumarfarðinn í ár. Farði sem gefur húðinni náttúrulegan ljóma, miðlungsþekju sem er vel hægt að byggja upp og svo nærir hann húðina. Formúlan inniheldur meðal annars C vítamín sem gefur húðinni þennan fallega ljóma. Farðinn jafnar húðlit og vinnur á roða. Formúlan er vegan og á ekki að stífla húðholur. Þessi farði gerir húðina svo ofboðslega fallega og endist og endist á húðinni. Stöngin inn ef þið spyrjið mig!

Lip Filler – GOSH Copenhagen
Glossið sem þið vissuð ekki að vantaði í líf ykkar. Þessi vara er bæði gloss og einskonar varabúst. Um það bil 10 mínútum eftir að glossið er borið á varirnar líta þær út fyrir að vera fyllri og þrýstnari en þær voru. Formúlan inniheldur meðal annars wakapamp sem dregur úr sýnileika fínna lína á vörunum og lætur þær líta út fyrir að hafa meiri fyllingu. Formúlan inniheldur einnig hýalúronsýru sem gefur vörunum raka á meðan. Ótrúlega fallegur gloss hvort sem hann er notaður einn og sér eða með varablýanti. Sumir finna fyrir smá hitatilfinningu í vörunum á meðan glossið er að byrja að virka, en það stoppar stutt við. Vegan formúla og án allra ilmefna.

Skinfinish Sunstruck Matte Bronzer – MAC
Nýjasta sólarpúðrið úr smiðju snillinganna hjá MAC. Matt og fallegt sólarpúður sem eykur bæði dýpt og hlýju og kemur í fimm mismunandi litum. Formúlan er létt og góð og auðvelt að byggja hana upp og það skemmir ekki fyrir að það er auðvelt að vinna með hana og blanda hana. Virkilega vel heppnað sólarpúður sem gefur andlitinu fallegan lit. Púðrið er með silkimjúkri áferð, endist vel á húðinni og er hannað til þess að vera svita-og rakaþolið. Það þarf nefnilega ekkert endilega sól til þess að rokka sólkyssta útlitið, gott sólarpúður getur ýmsu bjargað.

Hyaluronic Self Tan – Marc Inbane
Talandi um að græja sólkyssta útlitið án sólarinnar þá er þessi hetja algjör snilld. Brúnkusprey sem inniheldur hýalúrónsýru og gefur því húðinni raka á meðan hún gefur henni lit. Formúlan er létt, nærandi, þornar hratt og aðlagast að þínum náttúrulega húðlit. Þetta sprey gefur svo fallegan lit og húðin alveg ljómar eftir notkun. Það er algjör snilld að bæta smá húðumhirðukostum við andlitsbrúnkuna, því húðin okkar elskar að fá góðan raka og næringu.

Hvort sem þig langar að prófa eitthvað af þessum spennandi vörum eða bara grípa í gamlar og góðar vörur sem þig vantar í snyrtitöskuna þá er um að gera að nýta sér tax free snyrtivörudagana í verkið. Það er hægt að skoða snyrtivöruúrvalið okkar í verslunum okkar eða hér á vefnum.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup