18. Október 2023

Stórverslun á Akureyri

Hagkaup opnaði fyrst útibú á Akureyri árið 1966, en það var smátt í sniðum framan af. Árið 1980 varð hins vegar breyting á því, þegar opnuð var ný stóverslun við Norðurgötu.
Manst þú eftir opnuninni við Norðurgötu?

Hagkaup hóf starfsemi á Akureyri árið 1966, en útibúið var ekki sérlega stórt í sniðum framan af. Árið 1980 varð hins vegar breyting á því, þegar opnuð var ný stórverslun við Norðurgötu sem bauð sama vöruverð og Hagkaup í Reykjavík. 

Akureyringar gátu því nýtt sér hið lága vöruverð og breiða vöruúrval, en sitt sýndist hverjum eins og blaðakrif þess tíma bera vitni um. Eðlilega var nokkur skjálfti í kaupmönnum á Akureyri og samkeppni við hið gamalgróna Kaupfélag Eyfirðinga, KEA, fór harðnandi.

Hagkaup hefur átt færsæla sögu á Akureyri frá fyrstu tíð og ekki síst eftir opnun stórverslunarinnar við Norðurgötu, þar sem Hagkaup er enn til húsa.