18. Mars 2024
Aukinn opnunartími veislurétta á sunnudögum
Síðastliðið sumar kynnti Hagkaup til leiks Veislurétti sem er veisluþjónusta á okkar vegum, þar sem boðið er upp á fjölbreytt úrval af bragðmiklum og gómsætum veisluréttum fyrir öll tilefni. Veislubakkar Veislurétta samanstanda af ljúffengum smábitum sem henta beint á veisluborðið.
Viðtökurnar við veisluþjónustunni hafa farið fram úr okkar björtustu vonum og veislubakkarnir hafa streymt út. Núna í upphafi árs kynntum við nýjungar til leiks sem passa einstaklega vel með því frábæra úrvali sem fyrir var. Meðal nýjunganna má til dæmis nefna mini-borgara með nautakjöti og pulled pork, tacos, dumplings og æðislega eftirréttabakka sem innihalda meðal annars kransakökubita, blandaða sæta bita, makkarónur og fleira.
Meðal þeirra kræsinga sem hafa verið í boði hjá Veisluréttum er fjölbreytt úrval af smurbrauði, salötum, vefjum, sushi og síðan er boðið upp á kjúklingaspjót, tempura rækjur, vorrúllur, sæta bita og ávaxtafantasíur svo fátt sé nefnt, svo framboðið hefur stóraukist.
Nú þegar fermingartímabilið er komið á fullt finnum við fyrir mikilli aukningu á pöntunum og við höfum tekið þá ákvörðun að opna fyrir pantanir á sunnudögum og völdum frídögum meðan á fermingartímabilinu. Þannig getum við boðið viðskiptavinum að sækja nýja brakandi veislubakka til okkar á sunnudögum þetta tímabil til að bregðast við eftirspurn frá viðskiptavinum.
Dagarnir sem um ræðir eru sunnudagurinn 17. mars, sunnudagurinn 24. mars, Skírdagur 28. mars og sunnudagurinn 7. apríl. Á þessum dögum er hægt að velja að sækja bakka frá Veisluréttum frá kl. 12:00-17:00.
Hægt er að skoða úrval veitinganna frá Veisluréttum með því að smella hér.