18. Mars 2024

Aukinn opnunartími veislurétta á sunnudögum

Síðastliðið sum­ar kynnti Hag­kaup til leiks Veislu­rétti sem er veisluþjón­usta á okkar veg­um, þar sem boðið er upp á fjöl­breytt úr­val af bragðmikl­um og góm­sæt­um veislu­rétt­um fyr­ir öll til­efni. Veislu­bakk­ar Veislu­rétta sam­an­standa af ljúf­feng­um smá­bit­um sem henta beint á veislu­borðið. 

Viðtök­urn­ar við veisluþjón­ust­unni hafa farið fram úr okk­ar björt­ustu von­um og veislu­bakk­arn­ir hafa streymt út. Núna í upphafi árs kynntum við nýjungar til leiks sem passa einstaklega vel með því frábæra úrvali sem fyrir var. Meðal nýjunganna má til dæmis nefna mini-borg­ara með nauta­kjöti og pulled pork, tacos, dumplings og æðis­lega eft­ir­rétta­bakka sem inni­halda meðal ann­ars kran­sa­köku­bita, blandaða sæta bita, makkarón­ur og fleira.

Meðal þeirra kræs­ing­a sem hafa verið í boði hjá Veislu­rétt­um er fjöl­breytt úr­val af smur­brauði, salöt­um, vefj­um, sus­hi og síðan er boðið upp á kjúk­linga­spjót, tempura rækj­ur, vor­rúll­ur, sæt­a bit­a og ávaxtaf­ant­así­ur svo fátt sé nefnt, svo fram­boðið hef­ur stórauk­ist.

Nú þegar ferm­ingar­tíma­bilið er kom­ið á fullt finn­um við fyr­ir mik­illi aukn­ingu á pönt­un­um og við höf­um tekið þá ákvörðun að opna fyr­ir pant­an­ir á sunnu­dög­um og völdum frídögum meðan á ferm­ing­ar­tíma­bil­inu. Þannig getum við boðið viðskipta­vin­um að sækja nýj­a brak­andi veislu­bakka til okk­ar á sunnu­dög­um þetta tíma­bil til að bregðast við eft­ir­spurn frá viðskipta­vin­um.

Dagarnir sem um ræðir eru sunnudagurinn 17. mars, sunnudagurinn 24. mars, Skírdagur 28. mars og sunnudagurinn 7. apríl. Á þessum dögum er hægt að velja að sækja bakka frá Veisluréttum frá kl. 12:00-17:00.

Hægt er að skoða úrval veitinganna frá Veisluréttum með því að smella hér.