9. Febrúar 2023

Super Bowl uppskriftir Vignis

Vignir Þór Birgisson vörustjóri matvöru í Hagkaups býður árlega upp á stórglæsilegt Super Bowl partý og svignar hlaðborðið af girnilegum veitingum sem Vignir töfrar fram. Þetta er árlegur viðburður sem er sífellt að stækka og það skiptir alls ekki máli hvort gestirnir hafi áhuga á Amerískum fótbolta heldur er þetta miklu meira spurning um að hittast og borða á sig gat, það er aðal leikurinn. Þema í partýinu hjá Vigni er einfalt og gott: Nógu Amerískt og mikið djúpsteikt!

Ostafyllt jalepeno með beikoni

Hráefni:

·         12 stk jalepeno

·         6 stk beikon

·         200 g Philadelphia rjómaostur

·         100 g 4 osta blandan frá MS

·         1 hvítlauksgeiri, pressaður

·         Salt og pipar.

Aðferð:

1.       Forhitið ofninn í 200°C.

2.       Hrærið saman rjómaostinum, 4 ostablöndu og hvílauknum.

3.       Kryddið með salti og pipar, magn eftir smekk.

4.       Skerið jalepeno eftir endilöngu, notið skeið til þess að fjarlægja fræin.

5.       Fyllið með ostablöndunni og vefjið hálfri beikonsneið í kringum.

6.       Raðið á pappírsklædda ofnplötu og bakið við 200°C þar til jalepeno er orðið mjúkt og beikonið stökk, tekur um það bil 25 mínútur.

7.       Berið strax fram.

Ómótstæðileg baby back grísarif !

„Ég byrjaði á því fyrir nokkrum árum að taka himnuna af grísarifjunum og hef ekki snúið til baka þó svo að rifin séu fín með himnunni en með því að taka himnuna af þá fellur kjötið auðveldlega af beinunum eftir eldun og það gerir þetta einstaklega djúsí og gott“

Hráefni:

·         2 stk Baby back grísarif

·         2 L Fanta

·         Sérvalið SPG Hagkaups krydd, magn eftir smekk

·         1 msk ólífuolía

·         Malaður chili, magn eftir smekk

·         Paprikuduft, magn eftir smekk

·         1 stk Baby rays BBQ sósa eða Missisippi BBQ sósa (510 g)

Aðferð:

1.       Takið himnuna af rifjunum.

2.       Setjið rifin í ílát og hellið Fanta yfir þannig að gosið hylji rifin vel, leyfið rifjunum að liggja í gosinu í kæli í sólarhring.

3.       Takið rifin úr gosinu, setjið á ofnplötu og kryddið vel með sérvöldu SPG og eftir smekk með chili og paprikukryddi. Það má líka leika sér með kryddin hér og bæta við því sem ykkur dettur í hug. Ástæðan fyrir því að ég nota sérvalið spg er salt, pipar og hvílaukur en leyniefnið í kryddinu hentar einstaklega vel á rifin en það eru espresso baunirnar.

4.       Dreifið smá ólífuolíu á rifin og nuddið kryddinu og olíunni vel á rifin (báðir hliðar).

5.       Setjið álpappír yfir rifin og setjið í forhitaðan ofn (160°C)

6.       Takið rifin úr ofninum og fjarlægiðálpappírinn.

7.       Setjið BBQ sósu vel yfir rifin.

8.       Hækkið ofninn í 220°C og eldið áfram í 10 mínútur.

9.       Fyrir þá sem vilja að BBQ sósan verði meira karamelliseruð þá er gott að setja á grillstillingu síðustu 3 mínúturnar í ofninum en fylgist vel með svo rifin brenni ekki.

10.   Látið standa í um það bil 10 mínútur áður en þið berið fram.

Stökkir og bragðmiklir kjúklingavængir

„Ég var lengi að finna aðferð til þess að útbúa stökka kjúklingavængi án þess að djúpsteikja þá og loksins fæddist sú uppskrift eftir að ég fór að prófa mig áfram með lyftiduft í þennan rétt og nú er ekki aftur snúið. Einnig er frábært að kaupa vængi sem búið er að skera í tvo helminga, það einfaldar eldamennskuna“

Hráefni:

·         2 kg kjúklingavængir, um það bil 2 pakkar

·         2 msk lyftiduft

·         1 tsk salt

·         1 tsk pipar

·         ½ malaður chili (má sleppa)

Góðar sósur með:

·         Franks buffalo sósa

·         Baby rays BBQ sósa

Aðferð:

1.       Þerrið kjúklinginn með eldhúspappír og geymið í kæli í 2 – 3 klukkustundir til þess að þurrka þá meira.

2.       Blandið þurrefnum saman í skál og bætið síðan kjúklingavængjum út í og blandið öllu vel saman. Það er mikilvægt að vængirnir séu þurrir á þessum tímapunkti svo þeir fái létta húðun af þurrefnablöndunni.

3.       Setjið vængina á grind, það er í lagi að þeir snertist aðeins en það er mikilvægt að þeir liggi ekki á bökunarplötunni svo fita og annar vökvi komist frá vængjunum.

4.       Eldið í ofni við 120°C í 30 mínútur. Þegar sá eldunartími er liðinn er hitinn hækkaður í 200°C og vængirnir eldaðir í 35 – 40 mínútur eða þar til vængirnir eru stökkir og létt brúnleitir.

5.       Veltið gjarnan vængjunum upp úr sósu og berið strax fram.

Tillögur að sósum með vængjunum:

“Eftir eldun er hægt að velja um margar tegundir af sósum, hvort sem það er heimatilbúin hnetusósa, tilbúin teriyaki eða tilbúin BBQ. Ég býð upp á þrjár tegundir, sæta BBQ, sterka BBQ og svo buffalo sósu. Það er langbest að skipta vængjunum í þrjár skálar, hita þær sósur sem fara á vængina hvort sem það er í potti eða í örbylgjuofni og síðan er sósum hellt yfir og vængjum velt upp úr sósunum. Hver og einn getur þá fengið sér sína uppáhalds sósu eða smakkað allar tegundir, það er líka sterkur leikur”

Köld gráðaostasósa

·         180 g Sýrður rjómi 18%

·         250 ml majónes

·         125 g Saint Agur gráðaostur

Aðferð. 

1.       Hrærið öllum hráefnum saman með gafflið og stappið ostinum saman við.

2.       Hér er það smekksatriði hvort þið viljið stóra eða litla bita af ostinum.

3.       Best er að geyma sósuna í kæli í 2 – 3 klukkustundir áður en hún er borin fram.

Kjúklinga Alfredo mozzarella stangir sem bráðna í munni

Hráefni:

·         200 g rjómaostur

·         300 g rifnar foreldaðar kjúklingabringur

·         200 g mozzarella

·         100 g rifinn parmesan ostur

·         1 tsk salt

·         1 tsk pipar

·         2 pressaðir hvítlauksgeirar

·         1 pk brauðraspur

·         4 egg

·         200 g hveiti

·         2 brúsar djúpsteikingarolía

Sósa:

·         100 g majónes

·         100 g sýrður rjómi

·         2 tsk þurrkuð steinselja

·         2 tsk þurrkað oregano

·         1 tsk þurrkuð basilíka

·         1 tsk hvítlauksgeiri, pressaður

·         ½ tsk salt

·         ½ tsk pipar

·         1 tsk sítrónusafi

·         1 tsk Worchestershire sósa

Aðferð:

1.       Setjið rjómaost, kjúkling, mozzarella, parmesan, hvítlauk, salt og pipar í skál og blandið vel saman.

2.       Hellið blöndunni í pappírsklætt ferkantað form. Dreifið vel úr og þjappið blöndunni ofan í formi og þannig að hún verði jafn þykk og ekki meira en 3 cm. Hér er lykilatriði að hafa í huga að þykktin á blöndunni í forminu er þykktin á stöngunum.

3.       Setjið formið í frysti í minnsta kosti fimm klukkustundir.

4.       Takið formið úr frystinum og skerið í um það bil 10 – 12 cm langa bita.

5.       Hrærið saman egg í skál.

6.       Setjið brauðrasp og salt saman í skál.

7.       Setjið hveiti í skál.

8.       Byrjið á því að húða bitana upp úr hveiti, síðan í eggin og í brauðrasp. Síðan aftur í eggin og í annað sinn í brauðraspið. Endurtakið þessi skref fyrir alla bitana.

9.       Hitið olíu og djúpsteikið þar til bitarnir eru gullinbrúnir.

Sósan:

1.       Blandið öllum hráefnum saman í skál og hrærið.

2.       Geymið sósuna í kæli í um það bil tvær klukkustundir áður en þið berið hana fram með stökku kjúklingaostabitunum.