Vinsamlegast ath!

Vegna mikils álags í vefverslun getur verið seinkun á afhendingu pantana.

6. Nóvember 2024

Mexíkósk taco veisla

Nú þegar fer að kólna í veðri er gott að hlýja sér með heitri mexíkóskri taco veislu að hætti Matarmanna. Hér eru uppskriftir af chunky guacamole og fersku chimichurri salsa sem smellpassar í tacoið með þunnt skornu nautakjöti.

Guacamole
3 avacado
5 cherry tómatar
1/2 rauðlaukur
1/2 fræhreinsaður chili
Safi úr 1/2 Lime
Hvítlauksduft eftir smekk
Sjávarsalt eftir smekk

Allt grænmeti saxað smátt og sett til hliðar. Avacado stöppuð með kartöflustöppu, persónulega finnst mér best að hafa smá „chunky áferð“. Öllu blandað saman í skál og sett í ísskáp þar til framreitt.

Chimichurri salsa
5 vorlaukar
Steinseljubúnt
2 msk ólífuolía
8 cherry tómatar
Sjávarsalt
Hvítlaukskrydd eftir smekk
2 hvítlauksgeirar
1 jalapeno

Öllu skellt í matvinnsluvél og blandað vel saman.

Nautasteikurnar eru kryddaðar með texmex kryddi, steiktar á pönnu og þunnt skornar.