Risa Taxfree í Hagkaup

18. Nóvember 2022

Þrjár frábærar vörur á Tax Free

Það er Risa Tax free í verslunum og hér á vefnum dagana 17.-21.nóvember og því kjörið að næla sér í snyrtivörur fyrir hátíðirnar. Hvort sem þú ert að hugsa fyrir þig, leynivininn eða bara í jólagjafir fyrir þau sem þér þykir vænt um! Mig langar í tilefni af Tax free að segja ykkur frá þremur vörum sem ég mæli mikið með.

Erborian CC Dull Correct

Erborian fæst hér á vefnum og í verslunum okkar í Smáralind og Skeifunni. Vá vá vá! Ég fékk að prófa nokkrar vörur frá merkinu um daginn og CC Dull Correct, eða ‘fjólubláa’ kremið vinnur gegn gulum húðtón og gefur húðinni ótrúlega fallegt og mikið líf. Ótrúlega fallegur ljómi sem kemur af þessu kremi og það er geggjað að nota það með öðru hvoru BB kreminu, undir farða eða bara eitt og sér.

 

 AK Pure Skin andlitsgelmaski

Ég elska að prófa góðar og metnaðarfullar íslenskar snyrtivörur og ákvað loksins fyrir 3 mánuðum að prófa AK Pure Skin gelmaskann. Ótrúlega rakagefandi og kælandi maski sem þarf ekki að hafa á húðinni neitt rosalega lengi. Maskinn skilur húðina eftir rosalega mjúka og uppfulla af raka. Ég fékk tips um daginn að það væri sniðugt að geyma maskann í ísskáp fyrir enn betri kælingu, en ég á eftir að prófa það get samt vel ímyndað mér að það sé æði. Ég er mjög spennt að prófa fleiri vörur frá þessu flotta vörumerki.

Frank Body Express-O skrúbbur
Ég hef prófað nokkra skrúbba frá Frank Body og þessi er alveg mitt uppáhald þessa dagana! Ég nudda hann á mig fyrir sturtuna og skola hann svo af í sturtunni. Þessi skrúbbur er nefnilega örlítið frábrugðinn öðrum skrúbbum frá Frank Body því hann er þeyttur og hægt að nudda á þurra húð. Skrúbburinn gefur húðinni mikinn raka, djúphreinsar og mýkir hana og er ekkert eðlilega þægilegur þegar maður þarf að skrúbba sig í flýti!

Annars er úrvalið næstum því endalaust á vefnum hjá okkur og um að gera að gera vel við sig svona rétt fyrir desember stressið!

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup