9. Febrúar 2024

Uppskriftir fyrir ofurskálina

Ofurskálin er á sunnudaginn og Helga Magga setti saman girnilegar uppskriftir með kjúklingavængjum, blómkálsnöggum og gráðostasósu sem er tilvalið með ofurskálinni.

Kjúklingavængir

Ég notaði kjúklingavængi og leggi (hægt að nota hvað sem er)
2 msk olía yfir 
3 msk matardódi
2 tsk hvítlauksduft
2 tsk paprikuduft
1 tsk svartur pipar
1/4 tsk cayenne pipar
2 tsk salt 

Hita í ofni í 40 mínútur við 210 gráður, hella svo hot sósu yfir, magn eftir smekk.  

Blómkáls naggar: 
1 blómkálshaus (700 g) skorinn í bita 
3 egg til að velta uppúr 
Brauðraspur: 
3 ristaðar brauðsneiðar
60 g parmesan ostur
1 tsk salt 
1 tsk pipar 
1 tsk hvítlauksduft

Gráðostasósa: 
60 g gráðostur bræddur og kældur örlítið
1 dós sýrður rjómi blandað saman við og sósan kæld örlítið.