Takk fyrir þolinmæðina

Á Taxfree getur verið seinkun á pöntunum vegna álags í vefverslun

13. Maí 2025

VÆB og Hagkaup sameinast fyrir Eurovision

VÆB-hópurinn komst að sjálfsögðu áfram á fyrra undanúr­slita­kvöldi Eurovisi­on á þriðjudag og við óskum þeim innilega til hamingju með frábæra frammistöðu. Fyrr í vikunni kynntum við til leiks líf­legt sam­starf milli Hag­kaups og tón­list­ar­dú­etts­ins. VÆB dú­ett­inn skipa bræðurn­ir Hálf­dán Helgi og Matth­ías Davíð.

„Með þessu sam­starfi er mark­miðið að skapa Eurovisi­on-stemn­ingu í hæsta gæðaflokki – heima í stofu. Í sam­ein­ingu hafa VÆB-bræðurn­ir og Hag­kaup sett sam­an hina einu sönnu VÆB-kistu sem fæst í öll­um versl­un­um Hag­kaups.

Hún inni­held­ur meðal ann­ars heita ídýfu með rjóma­osti, salsasósu og rifn­um osti, ferskt guaca­mole sem er fram­leitt á staðnum, ásamt úr­vali af snakki, ost­um og öllu því gúmmilaði sem til þarf fyr­ir gott Eurovisi­on-partí,“ seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaup.

Sér­hönnuð VÆB-kaka

„Að auki býður 17 Sort­ir upp á sér­hannaða og glæsi­lega VÆB-köku sem einnig verður fá­an­leg í Hag­kaup,“ bæt­ir Eva Lauf­ey við. En stelp­urn­ar hjá 17 Sort­um, Auður Ögn og Sylvía Hauk­dal, hafa töfrað fram sína út­færslu af VÆB-köku.

„Við vilj­um að lands­menn geti notið Eurovisi­on með stæl og stemn­ingu – og það er ein­mitt það sem þetta sam­starf snýst um,“ seg­ir Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs- og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups. „Við erum ótrú­lega stolt af sam­starf­inu við VÆB og hlökk­um til að fagna þess­um lit­ríka og skemmti­lega viðburði með viðskipta­vin­um okk­ar,“ seg­ir Eva Lauf­ey að lok­um, sem er orðin mjög spennt fyr­ir kvöld­inu.