Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

24. Maí 2024

Vefjur sem henta vel á veisluborðið

Helga Magga skellti í girnilegar vefjur sem henta vel í hvaða veislu sem er. Það er skemmtilegt hvað það er einfalt að búa þær til og allir geta hjálpast að. Svo líta þær vel út á veisluborðinu og eru virkilega góðar á bragðið.

Í þessa uppskrift eru notaðar vefjur, grillsósan frá Hagkaup, pepperoni, fersk basilika og salat. Helga Magga notaði bæði parmesan og hvítlaus grillsósurnar í vefjurnar.

Vefjan er smurð með grillsósunni og skorin í 5-6 ræmur. Pepperoniið er skorið í tvennt og því svo raðað á hverja lengju 3-4 stk og látið standa svolítið uppúr vefjunni. Salat og basilika sett á milli sem skraut og þessu svo rúllað upp og pinna stungið í gegnum til að halda öllu saman. Sniðugt að setja líka ólífu eða lítinn tómat á endann.