10. September 2025
Vinsælar vörur á Tax Free
Nú er síðasti séns til þess að nýta sér Tax Free* snyrtivörudaga! Það er nefnilega afsláttur af allri snyrtivöru út 10. september. Það er gaman að sjá hvaða vörur eru vinsælar hverju sinni og núna langar okkur að deila með ykkur nokkrum af þeim vörum sem hafa notið mikilla vinsælda á Tax Free* þessu sinni.
Ein allra vinsælasta varan, ekki bara á Tax Free heldur allt árið! Ef húðinni vantar smá sólkysstan ljóma án þess að sólin komi nálægt, þá er Sensai Bronzing Gel lausnin. Létt gel-formúlan gefur náttúrulegan, geislandi lit sem gerir húðina svo frísklega og fallega.
Gelið blandast ótrúlega auðveldlega inn í húðina og gefur jafnan tón með ljómandi áferð – fullkomið bæði eitt og sér eða blandað út í rakakrem. Ef þú hefur ekki prófað, þá er spurning hvort þetta sé ekki rétti tíminn!
L’Oréal Paris infaillible 3-Second Setting Mist
Að eyða tíma í förðun sem endist ekki? Nei takk. Infaillible 3-Second Setting Mist frá L’Oréal Paris læsit förðunina þían á sínum stað í allt að 36 klukkustundir – án þess að láta vatn, svita eða jafnvel snertingu við kraga og trefla skemma fyrir!
Úðinn dreifist í örfínum dropum sem fríska upp á húðina án þess að hún verði klístruð eða þung. Hann smýgur yfir farðann án þess að hreyfa hann til eða skilja eftir sig bletti, þannig að útkoman er náttúruleg, slétt og frískleg og föðunin helst eins og ný í gegnum fleiri fleiri klukkutíma.
Þegar kemur að augnhárabretturum er Shiseido Eyelash Curler sankölluð goðsögn í leiknum. Hann er ekki bara einn af mest seldu vörunum á Tax Free heldur er hann einn mest seldi augnhárabrettari í heimi!
Mjúkur sílikon-púðinn og fullkomið form tryggja að hann leggst að augunum á náttúrulegan hátt og nær öllum hárunum – jafnvel þeim stystu sem oft sleppa við að fá krullu. Hann brettir hárin mjúklega upp frá rótinni og gefur fallega lyftingu án þess að klemma eða skaða þau. Algjör stjarna fyrir augnhárin.
Kylie Jenner Cosmic EDP
Ilmurinn sem kom á markað með látum og hefur verið gífurlega vinsæll frá fyrsta degi í sölu! Ef þú vilt ilm sem fær þig til að líða eins og þú eigir sviðið – allan daginn og alla nóttina – þá er Cosmic by Kylie Jenner algjörlega það sem þú ættir að skoða. Hlýr og sætur ilmur sem sameinar blómanótur og vanillu með fáguðu musk- og sedrusviðsundirlagi.
Toppnóturnar heilla strax með ferskum keim af jasmín og safaríkri blóðappelsínu. Í hjartanu bíður glóandi amber og flauelsmjúk rauð bóndarós á meðan grunnurinn heldur ilminum djúpum og seiðandi með vanillu, musk og sedrusviði. Ef þú hefur ekki prófað þá mælum við að minnsta kosti með því að þú kíkir við og finnir lyktina af þessum dásamlega ilm.
Við þekkjum það öll – bólur birtast óvænt og óboðnar á versta mögulega tíma. Mighty Patch Original frá Hero er eins konar ofurhetja í snyrtiveskið: litlir hydrocolloid-plástrar sem sjúga í sig óhreinindi og róa húðina á meðan þú sefur.
Plásturinn verndar húðina fyrir bakteríum og snertingu og hentar öllum húðgerðum – jafnvel viðkvæmri húð. Það besta? Hann vinnur á meðan þú sefur og getur dregið úr sýnileika bólu á aðeins 6–8 klst.
Hvort sem það er fyrir stórt kvöld, myndatöku eða bara til að sleppa við stressið, þá er Mighty Patch Original algjör leikbreytir í baráttunni við bólurnar!
Kíktu við hér á vefnum eða í næstu verslun Hagkaups og skoðaðu frábært úrval af snyrtivöum. Starfsfólkið okkar tekur á móti þér og aðstoðar þig við að finna vörurnar sem vantar!
*Tax free jafngildir 19,36% afslætti.