16. Febrúar 2024

Vinsælar vörur frá Shiseido

Dagana 15.-21. febrúar eru allar vörur frá Shiseido á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og á hagkaup.is. Í tilefni þess langar okkur að segja ykkur frá fjórum vinsælum og spennandi vörum frá þessu flotta vörumerki.

Vital Perfection Uplifting and Firming Express Eye Mask
Extra stórir og girnilegir augnmaskar sem innihalda meðal annars retinól. Maskinn vinnur á fínum línum, þrota og baugum á augnsvæðinu ásamt því að vinna að því að þétta og slétta húðina á því svæði. Maskinn hjálpar  okkur að birta upp augnsvæðið og vinna gegn þreytumerkjum. Það er tilvalið að para þennan frábæra maska með Vital Perfection-augnkreminu fyrir enn betri árangur.

Eyelash Curler
Þessi gífurlega vinsæli augnhárabrettari er kominn og er til í verslunum eftir að hafa verið uppseldur ansi stóran part síðasta árs. Brettarinn krullar augnhárin vel og form hans leggst vel að augunum og nær því vel að krulla augnhárin, jafnvel þau sem eru styttri. Brettarinn er með mjúkum sílíkon-púða sem er hægt að kaupa stakan því það er mikilvægt að skipta honum út reglulega.

Ultimune 3.0 Infusing Concentrate
Hér er um að ræða snyrtivöru sem hefur unnið yfir 200 snyrtivöruverðlaun og er ein vinsælasta varan frá Shiseido. Ultimune styrkir og verndar húðina gegn mengun ásamt því að varan eykur blóðflæði og innri varnir húðarinnar. Formúlan inniheldur öfluga blöndu andoxunarefna og skilur húðina eftir ljómandi og fallega.

Revitalessence Skin Glow Foundation
Þessi fallegi, ljómandi farði kom á markað í fyrra og var tekið virkilega vel. Farðinn gefur húðinni miðlungsþekju og heilbrigðan ljóma. Farðinn er bæði farði og húðvara því hann vinnur að því að gera húðina sléttari og bjartari ásamt því að vinna gegn fínum línum. Farðinn er með serum áferð og er þyngdarlaus. Virkilega fallegur og léttur farði sem hentar þeim sem vilja raka og ljóma fyrir húðina.

Allar vörur frá Shiseido má skoða með því að smella hér. Það er frábært úrval frá þessu skemmtilega snyrtivörumerki svo öll ættu að geta fundið sér eitthvað við hæfi.