30. Nóvember 2021

Alltaf eitthvað nýtt í gangi í snyrtivörudeild Hagkaups

Rakel Ósk Hreins­dótt­ir vöru­stjóri snyrti­vöru­deild­ar Hag­kaups er kom­in í mikið jóla­skap. Hún seg­ir að snyrti­vör­ur séu vin­sæl­ar jóla­gjaf­ir en á næstu vik­um mun Hag­kaup opna net­versl­un þar sem fólk um allt land get­ur keypt all­ar þær snyrti­vör­ur sem fást í versl­un­un­um á net­inu.  

„Það er alltaf eitt­hvað spenn­andi í gangi hjá okk­ur. Það er gam­an að segja frá því að húðvörumerkið Kiehl’s er komið í sölu í Hag­kaup Kringlu og Smáralind. Merkið þykir eitt af flott­ustu húðvörumerkj­un­um á snyrti­vörumarkaðnum í dag. Kiehl’s var stofnað fyr­ir meira en 150 árum í Banda­ríkj­un­um og nýt­ur mik­illa vin­sælda meðal allra ald­urs­hópa og hjá öll­um kynj­um um all­an heim. Það verður mjög spenn­andi að sjá hvort að það verði ekki jafn vin­sælt hér á landi og ann­arsstaðar í heim­in­um,“ seg­ir Rakel og bæt­ir við: 

„Svo eru líka spenn­andi hlut­ir í far­vatn­inu hjá stóru vörumerkj­un­um. Til dæm­is er Chanel tísk­uris­inn að koma með nýja húðvöru­línu á næsta ári sem að marg­ir aðdá­end­ur Chanel bíða spennt­ir eft­ir. DIOR vör­urn­ar urðu aft­ur fá­an­leg­ar á Íslandi í fyrra og fást hjá okk­ur í Hag­kaup Smáralind og Ak­ur­eyri og koma líka í Kringl­una á nýju ári,“ seg­ir hún. 

Aðspurð að því hvaða snyrti­vör­ur hafi verið vin­sæl­ast­ar á ár­inu nefn­ir hún Bronz­ing gelið frá Sensai sem dæmi. 

„Vöru­úr­valið hjá okk­ur er rosa­lega stórt og breitt og Sensai vörumerkið hef­ur verið gríðarlega vin­sælt meðal ís­lend­inga og selst Bronz­ing gelið þeirra hraðar en heit­ar lumm­ur. Einnig hef­ur Micro mous­se-in frá þeim slegið í gegn í ár. En við sjá­um líka að ís­lensk húðvörumerki eru að njóta vax­andi vin­sælda. Merki eins og Bi­oef­fect, Taram­ar og Chitocare hafa öll aukið sölu sína á þessu ári enda eru þau með gæðavör­ur sem að ís­lend­ing­ar eru farn­ir að þekkja. Gam­an er að segja frá því að öll þessi merki hafa unnið til ým­issa verðlauna á ár­inu. IT Cos­metics er líka vörumerki sem kom í sölu í mars á þessu ári og hafa vin­sæld­ir merk­is­ins farið fram úr okk­ar björt­ustu von­um. En það eru ekki bara and­lits- og förðun­ar­vör­ur sem að voru mjög vin­sæl­ar á ár­inu. Bondi Sands sjálf­brúnku­vör­urn­ar voru til dæm­is fljót­ar að skapa sér pláss í hill­un­um hjá okk­ur og nagla­lökk­in frá Nail­berry slóu hressi­lega í gegn í ár enda eru þetta gæða nagla­lökk og út­lit umbúða hið glæsi­leg­asta.“

Rakel seg­ir að það sé vin­sælt að gefa snyrti­vör­ur í jóla­gjöf. 

„Gjafa­öskj­ur eru alltaf fal­leg gjöf og góð kaup þar sem að oft er veru­leg­ur kaupauki í hverri öskju. Einnig er auðvelt að skila og skipta gjöf­um í Hag­kaup og því ættu all­ir ald­urs­hóp­ar að finna eitt­hvað við sitt hæfi. Það er því óhætt að segja að gjafaaskja er gjöf sem gleður.“

Rakel seg­ir að það sé margt í gangi núna en Hag­kaup er að vinna í að opna risa­stóra snyrti­vöru­versl­un á net­inu. 

„Nú erum við á loka­metr­un­um við mikla vinnu að þróun á glæsi­legri net­versl­un fyr­ir snyrti­vöru­deild Hag­kaup og mun hún opna á næstu vik­um. Ættu því all­ir Íslend­ing­ar að geta verslað sér nær all­ar húð- og snyrti­vör­ur sem eru fá­an­leg­ar hjá okk­ur þegar þeim hent­ar, hvar sem þeir eru stadd­ir á land­inu,“ seg­ir hún. 

HÉR er hægt að lesa snyrti­vöru­blað Hag­kaups.