23. Júní 2022

20% afsláttur af IT Cosmetics

Þessa dagana eru kynningardagar IT Cosmetics hér á vefnum og í verslunum okkar í Kringlunni, Smáralind og Akureyri. Af þessu tilefni eru allar vörur frá vörumerkinu á 20% afslætti og þess vegna langaði mig til þess að segja ykkur aðeins frá mínum uppáhalds vörum frá vörumerkinu. Ég hef notað vörurnar frá því þær komu til landsins og er mjög hrifin af þeim og margar þeirra eru algjörir lykilleikmenn í minni snyrtitösku.

Confidence in a Cream

Eitt af mínum uppáhalds rakakremum! Algjör rakabomba sem smýgur hratt og vel inn í húðina. Kremið inniheldur nokkur fimm stjörnu innihaldsefni á borð við collagen, hýalúrónsýru, níasínamíð og peptíð sem saman mynda rakakrem sem draga úr fínum línum, gefa raka og jafna áferð húðarinnar. Kremið gefur húðinni mikinn og góðan raka og skilur hana eftir með fallegum ljóma.

 

 Bye Bye makeup 3-in–1 makeup melting balm

Ég elska allt sem auðveldar mér lífið og þessi farðahreinsir gerir það svo sannarlega. Þessi farðahreinsir er olíuhreinsir í föstu formi sem þú nuddar á andlitið til þess að leysa upp farðann, maskarann og allt hitt sem þú þarft að þrífa burt af andlitinu eftir daginn. Hreinsar húðina mjög vel án þess að skilja hana eftir olíukennda og er frábær sem fyrsta skref í tvöfaldri húðhreinsun á kvöldin. Það tekur enga stund að ná öllum farða og óhreinindum af húðinni með Bye Bye makeup!

 

Your Skin But Better CC+ cream

CC krem en samt svo miklu meira en CC krem! Gefur miðlungs til fulla þekju og hentar mjög vel fyrir þá sem vilja hylja ójöfnur eða litamismun í húðinni. Kremið inniheldur SPF 50, kollagen, peptíð og hýalúrónsýru og gefur því húðinni ótrúlega góðan raka og ver hana fyrir UVB geislum ásamt því að virka sem léttur og góður farði á húðina. Það er hægt að fá þetta æðislega CC+ krem líka með mattri og ljómandi áferð.

 

Bye Bye Pores poreless finish airbrush powder

Þetta lausa púður er frábært og á fastan sess í mínu kitti sem förðunarfræðingur af því að þetta púður dregur verulega úr ásýnd svitahola og gefur húðinni silkimjúka og fallega áferð. Fullkomið púður til þess að setja hyljarann og farðann eða bara til þess að draga úr glansi á T-svæði andlitsins.

IT cosmetics er nýlega dottið inn á vefinn okkar og ég mæli svo sannarlega með því að þið skoðið úrvalið hér.

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup