22. Ágúst 2022

Kynningardagar YSL

Dagana 18.-24. ágúst eru allar vörur frá YSL á 20% afslætti hjá okkur, bæði í verslunum og hér á vefnum og ef verslaðar eru vörur frá merkinu fyrir 12.500kr fylgir fallegt veski með í kaupbæti.  YSL eru með allskonar frábærar snyrtivörur, bæði förðunar vörur og húðumhirðuvörur en líka æðisleg ilmvötn fyrir alla! Í þessari færslu ætlum við að aðallega að einbeita okkur að ilmvötnum.

 

LIBRE eau de parfum

Ótrúlega fallegur dömu ilmur með lavender, orange blossom og vanillu. Ég er ótrúlega hrifin af þessum ilm og hann er smá svona ‘statement ilmur’, sem ég fíla mjög vel! Það skemmir alls ekki fyrir að glasið er ótrúlega fallegt og stílhreint eins og sjá má á myndinni hér að ofan. Ilmurinn er skemmtileg blanda af ‘bold and playful’. Ef þú ert í leit að nýju ilmvatni fyrir haustið mæli ég algjörlega með að kíkja á þennan og athuga hvort hann gæti hentað þér.

 L’HOMME eau de parfum

Glænýr og skemmtilegur herrailmur frá YSL. Þessi kraftmikli og aðlaðandi ilmur er örlítið í anda viskí með lime. Frábær blanda af hlýju og ferskleika með ríkum viskí og sítrus keim. Ilmar af sítrónu, beiskri appelsínu og eik. Frábær nýr ilmur fyrir herra sem vilja kraftmikinn ilm.

Að lokum langar mig að segja ykkur frá einni vöru sem reyndar er ekki ilmur, EN það kom til okkar ný YSL augnskuggapalletta á dögunum. Couture Color Clutch í litnum Desert Nudes kom í mjög takmörkuðu upplagi í verslanir hjá okkur en vá, vá, vá hvað hún er falleg! Fallegir brún-, bleik-, og gulltóna augnskuggar. Pallettan inniheldur 10 mismunandi augnskugga sem eru blanda af skuggum með satín, shimmer og mattri áferð. Ég er kolfallin fyrir þessari pallettu og ef þið eruð jafn spennt fyrir henni og ég er um að gera að hlaupa og kaupa því eins og ég sagði hér að ofan kom hún í mjög takmörkuðu upplagi.

 

Þið getið skoðað úrvalið af YSL vörum hér og nýtt ykkur 20% afslátt til og með 24. ágúst.

 

Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup