27. September 2023
Augnhár fyrir árshátíðina
Nú eru árshátíðir komnar á fullt og mörg sem klæða sig upp í sitt fínasta púss við þau tilefni. Það eru mörg sem vilja gera förðunina smá extra, sem við skiljum vel því það er fátt skemmtilegra, en til þess að poppa förðunina smá getur verið gaman að notast við gerviaugnhár.
Það er mjög mikið úrval af gerviaugnhárum á vefnum hjá okkur en nú langar okkur að segja ykkur frá 3 mismunandi tegundum af augnhárum, en þau eru öll í mismunandi lengd.
Þessi augnhár eru heil, þ.e.a.s. þau ná meðfram allri augnhárarótinni. Þessi augnhár eru löng, en þó mis löng. Þau eru styttri við innri augnkrók en verða svo lengri eftir því sem utar dregur. Það gerir það að verkum að þau láta augun virðast stærri og eru því stundum kölluð bamba augnhár. Ágætlega dramatísk augnhár sem setja svo sannarlega svip sinn á fallega augnförðun. Þess ber að geta að þegar við notum heil augnhár getum við þurft að klippa þau til svo þau passi lengdinni á okkar augnhárarót.
Eyelure Most Wanted Infatuatded
Hér höfum við augnhár sem eru svokölluð ¾ lengd en þau ná frá ytri augnkrók fram yfir mitt augnlok. Þau eru úr lúxus línu Eylure svo þau eru einstaklega falleg og með svokallaða „silk-effect“ áferð. Þessi lengd á augnhárum er snilld fyrir þau sem vilja bara fá smá meiri dramatík í ytri augnkrók en ekki innar á augnsvæðinu. Þessi tegund er eins og MAC tegundin, lengri í ytri krók en innar á augnlokinu. Mjög fluffy og falleg augnhár fyrir hvaða tilefni sem er.
KISS ImPRESS Presson Falsies Natural
Hér erum við með staka augnháraklasa sem er algjör snilld fyrir þau sem vilja stjórna dramatíkinni vel og líka fyrir þau sem eru jafnvel með augnháralengingar sem eru farnar að láta á sjá. Þessi augnhár eru þó einstök að því leitinu til að þau eru með áföstu lími! Þú einfaldlega klemmir þau undir þín eigin augnhár með klemmunni sem fylgir með án þess að þurfa að setja lím á þau. Hér er svo hægt að ráða hvort við viljum setja klasa bara í ytri krók eða alla leið inn að innri augnkrók, en það er algjörlega undir ykkur komið!
Það er hægt að skoða allt úrvalið okkar af augnhárum með því að smella hér. Svo eru þar líka allskonar fylgihlutir og lím sem getur verið gott að grípa með sér þegar farið er í augnhára leiðangurinn.
Höfundur: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup