30. Ágúst 2023

Ávextir fyrir börnin

Hagkaup hefur til margra ára boðið börnum að grípa með sér ókeypis hollan og góðan bita á meðan innkaupaferðinni stendur. Nánar tiltekið ferska ávexti úr þar til gerðum stöndum í öllum okkar verslunum.

Við leggjum metnað í að velja aðeins bestu bitana fyrir yngstu viðskiptavini okkar sem refurinn Haggi tekur brosandi á móti eins og sjá má.

Haggi er góðvinur Hagkaups sem er mjög annt um andlega og líkamlega heilsu og hefur því kynnt sér fæðuhringinn mjög vel. Fyrir áhugasöm er hægt að sjá fræðslumyndband Hagga um fæðuhringinn með því að smella hér.