Vinsamlegast ath!

Á tax free getur verið lengri bið eftir pöntunum úr vefverslun vegna fjölda pantana.

29. Ágúst 2024

Blue Retinol frá Biotherm

Dagana 29. Ágúst-4. September verða allar vörur frá Biotherm á 30% afslætti auk þess sem veglegur kaupauki fylgir ef keyptar eru vörur frá merkinu fyrir 7.500kr eða meira á meðan birgðir endast. Að þessu sinni setjum við fókus á Blue Retinol línuna en hér að neðan förum við örlítið yfir þrjár spennandi vörur úr þeirri frábæru línu.

Blue Retinol Serum Night
Öflugt serum sem vinnur að því að aðstoða húðina við það að endurnýja sig. Serumið er notað á kvöldin og vinnur gegn fínum línum og áferð húðarinnar og skilur hana eftir mjúka, fallega og jafnari en áður.  Blue Retinol er samblanda af 1% Life Plankton og 0,25% hreint retinóls sem vinnur saman á einstakan hátt. Klínískar rannsóknir sýna fram á að samvirkni efnanna gefur Blue retinól tvöfalda virkni miðað við hreint retinól.
Serumið hentar sérstaklega vel fyrir blandaða og olíukennda húð.

Blue Pro-Retinol Cream
Dagkrem sem gefur góðan raka og vinnur gegn fínum línum, hrukkum og litablettum í húðinni. Kremið fyllir á rakabirgðir húðarinnar og gefur henni fallegan ljóma. Kremið er létt og gott og smýgur hratt og vel inn í húðina. Algjör snilld á morgnanna til þess að undirbúa húðina fyrir daginn.

Blue Pro-Retinol Eye Cream
Aungkremið er svo algjörlega rúsínan í pylsuendanum á rútínunni. Virkt augnkrem sem vinnur gegn fínum línum og hrukkum á augnsvæðinu. Formúlan er 95% náttúruleg og innihendur Pro-Retinól 0,1% sem er retinól afleiða sem stuðlar að endurnýjun húfrumna. Kremið inniheldur líka koffín sem vinna gegn dökkum blettum og þrota í húðinni. Nærandi og gott krem fyrir viðkvæmt augnsvæði.

Það má skoða allar vörur frá Biotherm með því að smella hér. Sérfræðingar Biotherm verða svo í verslunum okkar á meðan á tilboðinu stendur og hjálpa ykkur með val á húðvörum sem henta ykkar húð.