20. Mars 2025
Byggjum nýtt Kvennaathvarf
Nú er hafið hvatningarátak til þjóðarinnar gegn heimilisofbeldi á Íslandi. Á allra vörum hefur tilkynnt næsta þjóðarátak, sem felst í hvatningu til þjóðarinnar um að byggja nýtt Kvennaathvarf.
Frá árinu 2008 hefur Á allra vörum valið nokkur verðug verkefni og safnað fyrir þeim. Í ár verður sett í gang tíunda söfnunin sem Á allra vörum tekur að sér og óskar eftir stuðningi þjóðarinnar. Eftir nokkurra ára hlé fer Á allra vörum af stað á ný. „Byggjum nýtt Kvennaathvarf“ heitir átakið í ár. Heimilisofbeldi er allt of algengt og því miður þurfa margar konur og börn að leita skjóls þar árlega.
„Kvennaathvarfið núna er í löngu úreltu húsnæði, sem er löngu sprungið og nú er ætlunin og kominn grunnur að nýju Kvennaathvarfi sem er algjörlega sérsniðið að þörfum samfélagsins í dag. Ég vona að þjóðin verði okkur hliðholl eins og alltaf. Við höfum verið ofboðslega heppnar með þátttöku þjóðarinnar og þetta mál er gríðarlega mikilvægt.“ segir Elísabet Sveinsdóttir, ein forsvarskvenna Á allra vörum.
Hagkaup er með til sölu varasett frá GOSH í öllum verslunum og í vefverslun og hvetur fólk til að kaupa varasettið og styðja þetta mikilvæga málefni.