19. Maí 2022

Clinique kynningardagar

Jæja, það er komið að Clinique kynningardögum. Dagana 19.- 25.maí eru allar vörur frá Clinique á 20% afslætti í verslunum og hér á vefnum. Ef keyptar eru Clinique vörur fyrir 9.800kr eða meira fylgir veglegur kaupauki með sem inniheldur Moisture Surge rakakrem (30ml), Moisture Surge næturmaska (30ml), Take The Day Off farðahreinsi (15ml) og High Impact maskara (3.5ml). Mig langar að segja ykkur frá tveimur af þessum vörum sem fylgja kaupaukanum auk tveggja annarra vara frá Clinique sem ég er ferlega skotin í.

Moisture Surge 100H Auto-Replenishing Hydrator

Dásamlega létt og frískandi gel-rakakrem sem er algjörlega olíulaust. Ég fæ rosa oft spurningar um góð olíulaus rakakrem og þetta er svo sannarlega eitt sem ég get mælt með. Kremið er ótrúlega létt og gott en gefur húðinni ótrúlega góðan raka sem endist í allt að 100 klukkustundir. Kremið inniheldur meðal annars hýalúrónsýru og E & C vítamín. Dásamlegt hvort sem er á kvöldin eða morgnanna.

Take The Day Off Cleansing Balm

Farðahreinsir í olíuformi sem bræðir farða af andlitinu og hreinsar það mjög vel. Það er fáránlega auðvelt að nota þessa vöru og hún nær öllum farða, maskara og öðrum förðunarvörum af andlitinu á mjög skömmum tíma. Þrátt fyrir að vera olíuhreinsir skilur Take The Day Off húðina ekki eftir olíukennda, heldur bara tandurhreina og silkimjúka!

Blackhead Solutions Self-Heating Blackhead Extractor

Frábær meðferð við fílapenslum sem sýnir árangur á viku. Ég er búin að prófa hann núna í viku á mína fílapensla og þeim hefur fækkað töluvert! Þessi snilldar vara inniheldur meðal annars Salisýlsýru og glúkósamín sem hreinsa burt dauðar húðfrumur og vinna gegn fílapenslum. Varan kemur með nuddáhaldi til þess að nudda vörunni yfir erfiðu svæðin og það er svo nice að nota þetta. Ég hef allavega alltaf átt í basli með fílapensla og er ekkert lítið ánægð að hafa fundið þessa snilldar vöru til þess að sýna þeim í tvo heimana!

High Impact Easy Liquid Liner

Já, það varð að vera ein förðunarvara með enda eru Clinique engir nýgræðingar þegar kemur að þeim. High Impact Easy er blautur eyeliner og ber nafn með rentu því það er mjög svo auðvelt að vinna með hann. Penninn á þessum eyeliner er samsettur úr mörgum litlum hárum og er með mjög mjóan og góðan enda sem hjálpar svo mikið þegar þú vilt teikna eyeliner með væng á augnlokin. Línan verður kolsvört og fer ekki neitt fyrr en þú ræðst á hana með farðahreinsi!

Ef þú vilt skoða Clinique úrvalið á vefnum okkar getur þú gert það hér.

Höf: Lilja Gísladóttir fyrir Hagkaup