Danskir dagar í Hagkaup Lego pylsur grill smørrebrød

2. Maí 2025

31 ár af dönskum kræsingum í Hagkaup

​Danskir dagar eru orðnir ómissandi hluti af vorinu í Hagkaup og hafa í rúm þrjá áratugi fært íslenskum viðskiptavinum alvöru dönsk gæði og gómsætar nýjungar. Nú fögnum við 31. skipti sem þessi vinsæla matarhátíð er haldin – og eins og ávallt er mikils að vænta.​

Danskir dagar fara fram dagana 2.–11. maí og að því tilefni fyllast verslanir Hagkaups af völdum dönskum matvörum og sætum freistingum sem alla jafna eru ekki fáanlegar hérlendis. Á boðstólum verður úrval af ekta dönsku smørrebrød, pylsum, steikum, salötum, ostum, spægipylsum og ljúffengu sælgæti. Meðal þess sem má ekki láta framhjá sér fara eru koldskål með kammerjunker, grófhökkuð lifrakæfa, súkkulaðiálegg, marzipanbrauð frá Anthon Berg – og auðvitað nýbakaðir kanilsnúðar, sjónvarpskaka og fleiri danskir hefðarréttir.​

Við leggjum sérstaka áherslu á upplifun í verslunum og ætlum að gera Danska daga 2025 einstaklega lifandi og eftirminnilega. Í tilefni hátíðarinnar verður boðið upp á skemmtilega viðburði og smakk í völdum verslunum, þar sem gestir geta kynnst dönsku vöruúrvali af eigin raun og notið góðrar stemningar í leiðinni.

Lego er á 20% afslætti í tilefni danskra daga og mikið úrval í verslunum okkar og á vef.

Þriðjudaginn 6. maí verður boðið uppá danskar pylsur í hádeginu í Hagkaup í Skeifunni auk þess sem inni í versluninni verður lukkuhjól og gleði í boði Toms. Seinni partinn þann sama dag verður boðið uppá Danskt sumarkvöld með snyrtivöruframleiðandanum GOSH Copenhagen í Hagkaup í Smáralind. Þar fá gestir tækifæri til þess að læra skemmtileg förðunarráð fyrir sumarið með þessu frábæra danska snyrtivörumerki.

Miðvikudaginn 7. maí verður svo matgæðingurinn Helga Gabríela í verslun okkar í Kringlunni með kynningu og smakk á ljúffengu dönsku smørrebrød sem sælkerar ættu alls ekki að láta fram hjá sér fara.

Við hlökkum til að taka á móti ykkur á dönskum dögum í Hagkaup.