Dekurdagar á Akureyri & bleikt boð í Hagkaup Akureyri
Dekurdagar standa yfir á Akureyri 5.-8. október og við í Hagkaup ætlum svo sannarlega að taka þátt í þeim.
Fimmtudaginn 5. Október hefjum við gleðina með bleikri gleðistund í verslun okkar frá kl. 17:00-19:00. Þar verður boðið upp á léttar veitingar fyrir gesti og gangandi. Sérfræðingur frá Boxmagasin verður á staðnum og veitir ráðgjöf og verður með sýnikennslu á spennandi snyrtivörum. Þar er hægt að fá allskonar góð ráð og læra það nýjasta í heimi snyrtivara. Alla helgina verður 20% afsláttur af öllum snyrtivörum, leikföngum, skóm, heimilisvörum og fatnaði. Ráðgjafar á vegum hinna ýmsu snyrtivörumerkja verða á svæðinu og aðstoða við val á snyrti- og förðunarvörum ásamt því sem mikið verður um spennandi kaupauka í snyrtvörudeildinni okkar. Á kössunum okkar verður svo söfnun fyrir Bleiku slaufuna þar sem viðskiptavinum stendur til boða að styrkja Krabbameins félagið á Akureyri um 500kr. Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Hagkaup á Akureyri á Dekurdögum.