17. Júlí 2025
Grillveisla og fylltar paprikur
Það er svo margt sniðugt í Sérvalið línunni hjá Hagkaup til að létta lífið þegar góða veislu gjöra skal! Mikið úrval af alls kyns kjöti og meðlætið, maður minn það er svo gott! Að þessu sinni varð lambafille úr sérvalið línunni fyrir valinu og svo æðisleg marinering sem sem var notuð fyrir ókryddað lambakonfekt. Síðan eru skemmtilegar pylsur til hjá okkur sem er tilvalið að grípa með í grillveisluna. Grillaðar paprikur eru síðan afar ljúffengar og fljótlegt að útbúa slíkar svo ég gerði slíkt líka.
Góðir vinir og góður matur án mikillar fyrirhafnar er akkúrat þessi máltíð hér!
Grillveisla og fylltar paprikur
Fyrir 4-6 manns
- 1 pk Sérvalið lambafille með rósmarín og timjan
- 1 pk. lambakonfekt
- 1 dós kryddsmjör marinering úr Sérvalið línu Hagkaups
- 1.pk Cheese BBQ Frankfurter pylsur
- 1 x Gráðostasósa úr Sérvalið línu Hagkaups
- 1 x Piparsósa úr Sérvalið línu Hagkaups
- Spergilkál salat
- Sætkartöflu salat
- 2 x rauð paprika
- ½ dós rjómaostur með graslauk
- 1/3 Primadonna ostur (rifinn)
- Blandið marineringunni saman við lambakonfektið og blandið vel svo allar hliðar hjúpist.
- Fjarlægið kjarnann úr paprikunni og skerið hverja niður í 6-8 sneiðar. Smyrjið rjómaosti á hverja sneið og rífið Prímadonnu ost yfir, raðið á álbakka/grillpönnu.
- Grillið lambafille, lambakonfekt og pylsur þar til tilbúið ásamt því að grilla paprikurnar á meðalhita í um 15 mínútur.
- Berið fram með spergilkálsalati, sætkartöflusalati og köldum sósum.