13. Janúar 2022

Fimm frábærar húðvörur fyrir fólk í sóttkví

Það eiga allir skilið að njóta þess að gera vel við sig, líka í sóttkví eða einangrun.

Því miður eru margir í þeirri aðstöðu þessa dagana að vera fastir heima hjá sér í einangrun eða sóttkví. Hvers vegna ekki að nota tímann og huga einstaklega vel að hreinsun og umhirðu húðarinnar og njóta þess að hafa tíma til að dekra við sig.

Við tókum saman nokkrar vinsælar húðvörur sem allar er hægt að panta í vefverslun okkar og fá heimsent samdægurs.   

1.  Ultimate The Creamy Soap frá Sensai.

Létt froðukennd andlitssápa sem leysir upp öll óhreinindi í húðinni. Sérstakur bursti fylgir til að nudda sápunni vel á húðina. Sápan og burstinn gefa húðinni fallegan ljóma og fjarlægja öll óhreinindi. Skoða vöruna hér.

Ultimate The Creamy Soap frá Sensai.

2. Mineralize Reset og Revive Charcoal Mask frá Mac

Frábær maski sem inniheldur bambuskol og steinefnaríkan hvítan leir sem að djúphreinsar svitaholur og fjarlægir óhreinindi.  Auðvelt er að bera maskann á andlitið og svo er bara að bíða í 20 mínútur á meðan töfrarnir gerast.  Skolið síðan maskann af með vatni. Skoða vöruna hér.

Mineralize Reset and Revive Charcoal Mask frá Mac

3.  EGF Eye Serum frá Bioeffect

Endurnærandi augnserum sem vinnur gegn hrukkum, fínum línum og þrota í kringum augun. Á flöskunni er kælandi stálkúla sem að tryggir jafna dreifingu á vökvanum. Kælandi og þægilegt eftir langa annasama daga. Skoða vöruna hér.

EGF Eye Serum frá Bioeffect

4. Gúrkuserum frá Verandi

Verandi andlitsserum er framleitt úr útlitsgölluðum íslenskum gúrkum og hyaluronic sýru sem að gefur húðinni mikinn raka í allt að 72 tíma. Skoða vöruna hér.

Gúrkuserum frá Verandi

5. Dögg andlitsraki frá Sóley Organics.

Dögg er nærandi rakakrem sem að mýkir og nærir þreytta húð. Kremið hefur létta áferð og er innihaldsríkt af andoxunarefnum sem örva endurnýjun húðarinnar og gefa ferskt útlit. Kremið inniheldur íslenskar villtar jurtir sem hafa verið handtíndar af alúð til að vernda og græða þína húð. Skoða vöruna hér.

Dögg andlitsraki frá Sóley