19. Maí 2023

Flowerbomb frá Viktor & Rolf

Ef þú ert aðdáandi Viktor & Rolf eða langar til þess að prófa frá þeim ilm þá er tíminn svo sannarlega kominn. Dagana 18.-24.maí verða allir ilmir frá Viktor & Rolf á 20% afslætti í verslunum Hagkaups og hér á Hagkaup.is. Vinsælasti ilmurinn frá Viktor & Rolf er Flowerbomb EDP.

Flowerbomb Eau de Parfum er sannkölluð blómasprengja. Runnarós, samback jasmín, orkedía og indverskur osmanthus eru meðal þeirra blóma sem fylla þennan ilm af töfrum. Ilmurinn er óður til kraftsins sem kemur úr blómunum sem geta verið svo heillandi og dregið fram vellíðan.

Ilmurinn var fyrst kynntur til leiks árið 2005 og hefur heldur betur skapað sér fastan sess á ilmvatnsmarkaðnum bæði hérlendis sem og erlendis.

Flaskan sjálf er skorin eins og demantur, margþætt en svo falleg. Flaskan er fínleg og glæsileg en hún er innblásin af fallegum demantsskartgripum.

Eins og kemur fram hér að ofan er Flowerbomb úr smiðju tískuhússins Viktor & Rolf sem stofnað var árið 1993 af hollensku hönnuðunum Viktor Horsting og Rolf Snoeren og vörumerkið er þekkt fyrir ögrandi hátísku og glamúr.

Það er svo hægt að skoða allar vörur frá vörumerkinu hér.