9. Desember 2023

Gamli góði hamborgarhryggurinn

Hamborgarhryggurinn er alltaf klassískur og einn sá réttur sem flestir Íslendingar velja á hátíðarborðið sitt. Hagkaups hryggurinn hefur verið vinsæll meðal okkar viðskiptavina síðustu ár og hér kemur uppskrift af dásamlegum gljáa og aðferð til þess að elda hrygginn.

1 stk Hagkaups-hamborgarhryggur

Stillið ofninn á 160 gráður.

Hryggurinn er settur í eldfast mót ásamt 3 dl af vatni og 3 dl af malti og appelsíni og
settur í ofn í 80 mínútur.

Hryggurinn er tekinn út og penslaður með gljáanum.

Stillið ofninn á 220 gráður og setjið hrygginn aftur í ofninn í 15 mínútur.